Letigarðurinn við Austurvöll
Þvílíkt og annað eins væl, og var á Alþingi í gær, er sem betur fer fátítt meðal fólks utan þings. Þingmenn töluðu í heilan vinnudag um að eim var ætlað að vinna í gær. Sem þeir ekki gerðu vegna grátkórsins sem myndaðist.
Við sem höfum oft og mörgum sinnum unnið á sunnudögum skiljum ekki grátkór Alþingis. Þingmenn sýndu, svo ekki leikur vafi á að djúp gjá er milli þings og þjóðar. Bæði sem sjómaður og sem blaðamaður hef ég unnið ótal sunnudaga. Hvorki ég né vinnufélagar mínir hafa kvartað eins sáran og þingmennirnir gerðu.
Í öllu ruglinu á þingi í gær kom fram að sennilega hafa þingmenn í mesta lagi unnið þrjá eða fjóra sunnudaga frá byrjun síðustu aldar. Sem er hreint ótrúlegt alveg hreint.
Hafi þingmenn skömm fyrir letina.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward