
Sanna Magdalena skrifaði:
Hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum.
Ný heildarlög um Jöfnunarsjóðinn voru samþykkt á Alþingi þann 14. júlí síðastliðinn.
Margt má segja um Jöfnunarsjóðinn en hér dreg ég sérstaklega tvennt fram:
- 1) Jákvætt er að sjá sérstakt jöfnunarframlag vegna höfuðstaðarálags sem veita skal Reykjavíkurborg og Akureyrabæ. Þetta er hugsað til að mæta kostnaði vegna þjónustu og starfsemi sem önnur sveitarfélög sinna í minna mæli eða jafnvel sinna ekki.
- 2) Upphaflega var gert ráð fyrir því að ef sveitarfélag fullnýtir ekki heimild sína til álagningar útsvars skuli lækka framlög Jöfnunarsjóðs til viðkomandi sveitarfélags.
Því finnst mér sérstakt að breytingartillaga Sjálfstæðisflokksins hafi náð fram að ganga sem felur í sér að fella burt þetta ákvæði.
Þessu fagna bæjarstjórar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og Kópavogi.