Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambansins og fyrrum þingkona skrifaði:
Hvar værum við án allrar vanhæfninnar og skagafjarðarfúsksins?
Það var þannig að Alþingi ákvað að sækja um aðild að ESB. Hófust þá viðræður.
Gunnar Bragi Sveinsson, hlaupasveinn frá Sauðárkróki, varð svo utanríkisráðherra í ríkisstjórn panamaprinsins, og skrifaði bara bréf og sagðist hættur við. Ég veit ekki hvort hann áttaði sig ekki á því að hann, einn og sér, hafði ekki vald til að ganga á svig við ákvörðun Alþingis eða hvort honum var bara skítsama. Kemur út á eitt.
Síðan þá hefur flestum verið ljóst að sú aðgerð var slíkt skítabix að ESB tók hana ekki til greina – enda ekki sami aðili sem sótti um og þóttist nú afturkalla umsóknina í eigin umboði.
Síðan hafa nokkrar ríkisstjórnir setið sem allar segjast alfarið á móti því að Íslandi gangi í ESB en engri virðist hafa dottið það í hug af nokkurri alvöru að leggja fyrir þingið að draga umsóknina til baka – þrátt fyrir að sennilega hefði verið meirihluti fyrir því á flestum þingum þar til nú – og stjórnarandstaðan mun meðfærilegri þá. Samt nenntu menn því ekki.
Guðlaugur Þór virðist þó hafa viljað fá málin á hreint og bað um skýrslu en komst svo að því að Ísland var enn umsóknarríki þótt umsóknin væri óvirk. Í stað þess að leggja þá fyrir þingið að draga hana formlega til baka ákvað hann bara að gleyma skýrslunni og birta hana ekki opinberlega þótt hann sé skrifaður fyrir hluta hennar sjálfur, bæði inngang og formála.
You can´t make this shit up en við sem viljum svo gjarna klára umsóknina og bera aðildarsamning undir þjóðina getum huggað okkur við það að allt þetta fúsk verður sennilega til þess að hægt er að taka viðræðurnar upp þar sem frá var horfið – og ferlið ætti því að taka styttri tíma.
Verðum við ekki bara að þakka skagafjarðar- og grafarvogsfúskurunum fyrir það? Merci beaucoup!
