Atli Þór Fanndal skrifaði:
Horði á fréttir Sýnar þar sem forsætisráðherra var spurð út í vaxtaákvörðun Seðlabanka, verðbólguspár og loforð hennar um að taka sleggju á málið. Þegar loforð um aðgerðir gegn verðbólgu og vöxtum voru gefin vissu allir sem vildu vita að risastór húsnæðiskrísa er stóra málið. Þú sem sagt gerir nákvæmlega ekki neitt í þessum málum án þess að fara í stórt þjóðarátak um að byggja þær einingar sem vantar upp á vegna fjölgun, breytingar á samsetningu samfélagsins og röð eftir röð af stórum áföngum fyrir 20-30 árum. Hafandi horft á þetta viðtal þá spyr ég mig í alvörunni hvort þessir þrír flokkar sem mynduðu ríkisstjórn saman og lofuðu allir að taka efnahagsmálin í nefið, tryggja húsnæði og auka velferð hafi ekki áttaði sig á því þegar loforðin voru gefin að húnsæðiskostnaður og skortur á húsnæði er stærsta atriðið. Níu mánuðir eru liðnir er ekki eðlilegt að það sé allavega til skilningur á því hvað á að gera. Sérstaklega þótti mér setningin um að skoða aðgerðir en ef engin lausn finnist þá verði alvarlega að skoða leigubremsu… eru nú leigubremsur orðnar eitthvað á jaðri hins mögulega? Þær eru notaðar í einhverri mynd út um allan heim! Þetta er eins mainstream policy tool og hægt er að hugsa sér. það er tegund leigubremsa í Þýskalandi, Austurríki, New York og reyndar Bandaríkin mjög víða. Írland er með reglur, Nýja Sjáland, Eistland og fleiri.
Leigubremsa er bara tól sem er notað til að tempra. Þetta er ekki stopp á hækkanir eða ekkert. Sumstaðar gilda þær í ákveðnum hverfum, tegund húsnæðis, svæði og jafnvel aldur fasteigna.
Það er auðvitað ekkert hægt að leysa ef menn byrja á því að flysja burt tólin og gera það að einhverjum geggjuðum móralískum glæp gegn hugmyndafræði að nota þær aðferðir sem hafa verið notaðar.
Og nei… það er ekki aðgerð gegn húsnæðiskrísu að fækka hér innflytjendum. Innflytjendur á Íslandi byggja meira húsnæði en þeir búa í og umtalsvert meira húsnæði en við Íslendingar sem ekki vinnum við húsnæðisuppbyggingu. Innflytjendur á Íslandi hafa bara ekki í við að þjónusta ferðamennina sjálfa og hýsa – alveg eins og við, ríkisstjórnin og sveitarfélög.
Ferðaþjónustu fylgja ruðningsáhrif (Annað atriði sem er löngu documentað og ef Íslendingar skilja það ekki þá er það vegna þess að við nennum ekki að hlusta en ekki vegna þess að enginn gat sagt okkur það) en henni fylgja líka gæði. Verkefni yfirvalda og ferðaþjónustu er að hámarka gæðin fyrir samfélagið og lágmarka neikvæð ruðningáhrif (þetta er stundum kallað að reka samfélag og á Íslandi eru sérstakir stofnanainnviðir í kringum þetta verkefni – löggjafinn vinnur til dæmis á vinnustað sem heitir Alþingi og framkvæmdavaldið er í stjórnarráðinu) Það er því jafn mikil lausn á þessum vanda að kenna innflytjendum um og það væri lausn að hætta með hið opinbera alfarið. Tja… hvað gæti verið dæmi… til dæmis ef stjórnmálin, löggjafinn, framkvæmdavaldið og sveitarfélög ákvæðu að brennimerkja sumar aðgerðir sem algjöran pólitískan ómöguleika nema í neyð sem aldrei kemur sama hversu langt er síðan hún kom.
Það verður ekkert leyst á Íslandi fyrr en húsnæðiskrísan er tekin alvarlega. Það er bara ekki hægt. Það eina sem gerist er að fólk lærir að sætta sig við minna og þau sem þurfa þess ekki fara.
Í stjórnmálaskóla Samfylkingarinnar sem ég hef séð auglýstan er liður sem heitir hvernig vinnum við kosningar aftur, og aftur. Frábært! Hugsaði ég sósíaldemókrataflokkur sem langar að sigra aftur… ein leið er að svíkja ekki loforð sem þú gefur með því að skilja ekki einu sinni hvað um er að ræða.
Hér má lesa fréttina og horfa á myndband: https://www.visir.is/…/skoda-ad-flyta-adgerdum-i…