Munu verða gerð jarðgöng til Vestmannaeyja?
„Það liggur ekkert fyrir að jarðgöng til Vestmannaeyja kosti á annað hundrað milljarða. Það liggur ekki fyrir vegna þess að rannsóknir liggja ekki fyrir. Ég lagði fram þingsályktunartillögu í fyrra, og mun gera það aftur núna í haust, um að þessum rannsóknum verði fram haldið þannig að hægt sé að taka ákvörðun og það geti legið fyrir hvað þetta muni hugsanlega kosta. Að fullyrða að þetta kosti á annað hundrað milljarða er rangt. Það þarf fyrst að gera þessa rannsókn sem kostar bara brot af þessu, kostar í heildina rétt um 400 milljónir og fyrstu skrefin kosta innan við 100 milljónir,“ sagði Karl Gauti Hjaltason Miðflokki.
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra svaraði Karli Gauti:
„Kostnaðaráætlun fyrir Vestmannaeyjagöng var unnin. Kostnaðaráætlun fyrir Vestmannaeyjagöng var á bilinu 125–200 milljarðar samkvæmt skýrslu sem var unnin fyrir nokkrum árum síðan,“ sagði ráðherrann.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward