Píratar, VG og sósíalistar falli frá framboði
Á aðalfundi pírata 20. september næstkomandi gæti svo farið að píratar kjósi sér í fyrsta skipti í sögunni formann og varaformann. Tillaga hefur verið lögð fram þess efnis. Þetta yrði mikil breyting frá hinum flata strúktúr.
Björn Leví Gunnarsson, fyrrum þingmaður, segir breyttan anda stjórnmálanna þar sem aukin áhersla sé á ítök einstaklinga gæti leitt til þess að breytingarnar verði samþykktar.
Í samtali við Björn Þorláks við Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld, lýsir Björn Leví þeirri skoðun, að hann teldi að í stað þess að reyna vonlitla sameiningu, væri best að sósíalistar, VG og píratar bjóði ekki fram næst þegar kosið verður til Alþingis. Með því yrði þrýst á umbætur svo að fylgisþröskuldur verði lækkaður, lýðræðinu til bóta. Vænlegra sé að sinni að vinna að áherslumálum flokkanna þriggja, sem allir starfa nú utan þings, í gegnum aðra flokka.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward