RÚV hefur ekki mikinn áhuga á þusinu í einhverri ófaglærðri kellingu

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifaði:

Formaður félags leikskólakennara er væntanlega í ágætum samskiptum við sitt bakland og veit að fólk þráir breytingar á brjálæðislega erfiðu og í raun oft á tíðum óboðlegu vinnuumhverfi. Hann skilur að það er hans hlutverk að tala máli félagsfólks og gerir það. RÚV hefur ekki haft við mig samband, þrátt fyrir að félagsfólk Eflingar sé lang stærsti hópur starfsfólks leikskóla borgarinnar. En féttastofa RÚV er soldið svoleiðis; þau tala ekki við Eflingu nema alveg tilneydd. Þau hafa ekki mikinn áhuga á þusinu í einhverri ófaglærðri kellingu um aðstæður einhverra verkamanna og kvenna og við getum svo sem alveg skilið það, hver nennir að hlusta á manneskju sem er bara með skitið grunnskólapróf?

Það er gott að formaður leikskólakennara haldi hagsmunum félagsfólks síns á lofti, það er jú hans hlutverk – jafn gott og það er undarlegt að forseti ASÍ og formaður BSRB taki bara samstundis undir fordæmingakórinn og krefjist þess að breytingatillögurnar verði allar dregnar til baka. Þau telja sig eflaust vera að gæta að hagsmunum vinnandi fólks en eftir því sem ég best veit hefur hvorki ASÍ né BSRB talað við starfsfólk leikskólanna um afstöðu þeirra til áforma borgarinnar. Þrátt fyrir að verkafólkið á leikskólum borgarinnar tilheyri Eflingu sem er í ASÍ , og að einnig sé starfsfólk leikskólanna meðlimir í Sameyki, sem er BSRB félag. Það finnst mér skrítið, svo vægt sé tekið til orða.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí