Dagurinn hennar Ingu Sæland

Þetta var það fyrsta sem ég nefndi í stjórnarmyndunarviðræðunum, sagði Inga Sæland í beinni útsendingu í Fréttatíma Samstöðvarinnar í gærkvöld. Hún sagði Kristrúnu og Þorgerði Katrínu hafi báðar samþykkt það samstundis. Inga var himinlifandi í útsendingunni.

Að auki samþykkti Alþingi í gærkvöld frumvarp Ingu um gæludýr í fjölbýlishúsum. Þetta var dagurinn hennar Ingu Sæland.

Það eru fleiri en Inga Sæland og allt hitt fólkið í Flokki fólksins sem fagnar. Á heimasíðu ÖBÍ segir meðal annars:

„ÖBÍ vill þakka bæði þingmönnum og félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir að hafa gert lögfestinguna að veruleika. Hún markar kaflaskil í íslensku samfélagi og nú reynir á stjórnvöld að tryggja að fatlað fólk njóti þeirra réttinda sem útlistuð eru í samningnum.

„Lögfestingin er mikið fagnaðarefni en það er margt enn óunnið. Nú þarf að tryggja að hér ríki raunverulegt jafnrétti. Íslenskt samfélag þarf að standa undir ákvæðum samningsins. ÖBÍ mun halda áfram að vinna að því markmiði að staðfestu,“ segir Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ.“

Lögfestingin þýðir á mannamáli að samningurinn verður hluti af íslenskum rétti. Réttindin sem hann lýsir, eins og jafnt aðgengi, bann við mismunun, þátttaka á eigin forsendum og krafa um viðeigandi aðlögun, verða þannig alveg skýr í íslensku réttarkerfi. Því er um að ræða gríðarlega réttarbót fyrir allt fatlað fólk hér á landi.

„Fólk þarf ekki að reiða sig á vilja stjórnvalda hverju sinni heldur getur vísað beint í þennan mikilvæga mannréttindasamning þegar réttindi eru brotin. Þetta einfaldar leiðina að lausnum og hraðar umbótum,“ segir Alma Ýr.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí