Við tökum hlutverki okkar alvarlega

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra skrifaði í gær:

Góð heimsókn Mark Rutte framkvæmdastjóra NATO til Íslands í dag.

Eins og á fyrri fundum okkar kom fram fullur skilningur á sérstöðu Íslands innan NATO. Við erum herlaus þjóð en á sama tíma veigamikill hlekkur í vörnum bandalagsins á Norðurslóðum.

Á næstu árum ætlar ríkisstjórnin að styrkja innviði hér heima sem styðja við öryggi og varnir Íslands. Þannig vinnum við best með bandalagsríkjum okkar.

Í dag var greint frá 10 milljarða framkvæmdum sem NATO mun kosta í Reykjanesbæ við höfnina og olíubirgðastöðina í Helguvík. Það eru góðar fréttir. Ég kom því skýrt á framfæri á fundum okkar með Rutte í dag hvað svona fjárfestingar skipta miklu máli. Fjárfestingar í innviðum um allt Ísland – sem nýtast einnig í borgaralegum tilgangi.

Rutte tók einnig undir það með okkur að Ísland eigi að taka virkan þátt og veita forystu í öryggis- og varnarmálum á Norðurslóðum. Fókusinn færist norður í auknum mæli og við viljum vera leiðandi í okkar nærumhverfi.

Það er jákvætt að framkvæmdastjóri NATO hafi komið hingað og kynnt sér hvernig við gerum hlutina á Íslandi. Og hvar styrkleikar okkar í þessum málum liggja. Stundum hefur verið talað um ósökkvandi flugmóðurskip í þessu samhengi. En Rutte sagði að Ísland væri augu og eyru NATO í norðri. Það er rétt.

Við tökum hlutverki okkar alvarlega. Á óróatíma er brýnt að nálgast alþjóðamálin af ábyrgð og gott að vera í traustu bandalagi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí