Þjóðernissinnar stærstir í kosningum í Hollandi, Wilders segist fyrst af öllu vilja þrengja að flóttafólki

Frelsisflokkurinn (PVV), þjóðernishyggjuflokkurinn sem Geert Wilders stofnaði árið 2006, fékk flest atkvæði allra flokka í framboði í þingkosningunum sem fóru fram í Hollandi í gær og fylgismenn öfgahægriafla í öðrum löndum Evrópu fögnuðu: Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, var með þeim fyrstu til að óska Wilders til hamingju, síðan fylgdi halarófan: AfP í Þýskalandi, Matteo Salvini á Ítalíu – málið er sagt flóknara fyrir forsætisráðherrann Meloni, sem vill halda ákveðinni fjarlægð frá hinu opinskáasta öfgahægri – í Frakklandi afgnaði Marine Le Pen vaxandi stuðningi við að „verja sjálfsmyndir þjóða“.

Wilders hefur nú brugðist við kosningaúrslitunum með því að segjast vilja leiða næstu ríkisstjórn, sem forsætisráðherra. Samkvæmt Reuters sagðist hann vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu, að fyrirmynd Breta, um hvort landið skuli segja skilið við Evrópusambandið. „En það fyrsta til að gera,“ sagði hann svo, „er að setja verulegar hömlur á alþjóðlega vernd og flutninga fólks til landsins.“

Wilders mun nú leita leiða til að mynda samsteypustjórn. Næstflest atkvæði í kosningunum fékk kosningabandalag Verkalýðsflokksins og Vinstri grænna. Leiðtogi bandalagsins, Frans Timmerman, hefur þó gert ljóst að hann muni ekki mynda stjórn með Wilders: „Við munum aldrei mynda ríkisstjórn með flokkum sem láta eins og umsækjendur um alþjóðlega vernd séu rót alls ills,“ sagði Timmerman og hét því að verja lýðræðið í Hollandi.

Heimildir: The Guardian, Euractiv, AP.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí