Fyrsti formlegi fundur Samtaka atvinnulífsins og félaga innan Alþýðusambands Íslands lauk í hádeginu. Niðurstaða fundarins er nokkuð afdráttarlaus. SA og félögin innan ASÍ, sem 93 prósent launafólks tilheyra, segja í sameiginlegri yfirlýsingu að mikilvægasta verkefnið nú sé að draga úr verðbólgu.
„Samtök atvinnulífsins og breiðfylking landssambanda og stærstu stéttarfélaga á almenna vinnumarkaðinum hafa tekið höndum saman um gerð langtímakjarasamninga sem auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu. Samningsaðilar eru sammála um að eitt mikilvægasta verkefnið í komandi kjaraviðræðum sé að ná niður mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi sem komið hefur hart niður á bæði heimilum og fyrirtækjum,“ segir í yfirlýsingunni.
Til þess að þetta takist þá þurfi bæði fyrirtæki á Íslandi og hið opinbera að draga úr verðhækkunum sem og launaskriði. „Samningsaðilar eru sammála um að eitt mikilvægasta verkefnið í komandi kjaraviðræðum sé að ná niður mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi sem komið hefur hart niður á bæði heimilum og fyrirtækjum. Til að það markmið náist verða allir aðilar vinnumarkaðarins, fyrirtæki landsins, ríki og sveitarfélög að leggjast á eitt og getur enginn skorast undan ábyrgð. Samningsaðilar skora á fyrirtæki landsins, ríki og sveitarfélög að styðja við markmið kjarasamninganna um að ná niður verðbólgu og þar með vöxtum, með því að halda aftur af gjaldskrár- og verðhækkunum og launaskriði,“ segir í yfirlýsingu.