Það hefur lengi verið ljóst að það gefur ágætlega í aðra höndina að vera kvótakóngur á Íslandi. Enginn ætti því að undra að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er ekki bara ríkur. Hann er óheyrilega ríkur. Heimildin greinir frá því að fjárfestingafélag í eigu hans og fyrrverandi eiginkonu, Helgu S. Guðmundsdóttur, hafi hagnast um tæplega 12 milljarða króna í fyrra.
Eignir félagsins, 600 eignarhaldsfélag ehf., á eignir sem eru metnar á 36 milljarða króna. Félagið skuldar nær ekkert í samanburði við það. Eina skuldin er við ónefndan tengdan aðila upp á 1,6 milljónir króna. Þau tvö eiga svo annað eignarhaldsfélag, Steinn. Sjóður þess félags er álíka digur. Eigið fé þess félags er nær akkúrat það sama og í hinu félaginu, 35,4 milljarðar króna.
Samtals eiga þau tvö því ríflega 71 milljarða króna í einungis þessum tveimur félögum. Til það í samhengi þá kostaði að byggja Hörpuna, hús sem oft sagt hafa verið óheyrilega dýrt um 24 milljarðar. Þau tvo gætu hafa því efni á því að byggja þrjár Hörpur. Þeim myndi vanta tvo milljaðra í viðbót til að geta byggt þriðju Hörpuna.
Þau gætu þó vafalaust fengið lán fyrir því hjá börnunum sínum en eignarhald á Samherja hefur verið fært til þeirra síðustu ár. Félag í eigu barnanna fékk hlutinn með svokölluðu seljandaláni og hafa einungis greitt vexti af því láni. Á síðustu þremur árum hafa þau hagnast um 16 milljarða og því komin vel á leið með að eiga nóg svo fjölskyldan gæti byggt fjórðu Hörpuna.