Rannsókn lögreglu á andláti áttræðs karlmanns í Breiðholtslaug í desember 2022 er lokið. Maðurinn drukknaði eftir að hafa legið meðvitundarlaus í um þrjár mínútur í heitum potti. Því miður eru slík óhöpp ekki alveg óheyrð í sundlaugum á Íslandi. Þetta atvik sker sig þó alveg frá öðrum atvikum, því aldrei hefur annar maður setið í sama potti á sama tíma
RÚV greinir frá þessu. Svo virðist sem hinn gesturinn hafi vel getað bjargað manninum, en ekkert aðhafst. Þá ályktun má draga af því hvernig lögreglan fer með málið af Þetta hafi lögregla komið í ljós þegar lögregla skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Ómögulegt er að segja hvort maðurinn eigi sér einhverjar málsbætur en lögreglan virðist þó telja afskiptaleysi það mikið að það er óskað eftir því aðsaksóknari taki afstöðu til þess hvort hegðun mannsins hafi verið glæpsamleg.
Með öðrum orðum þá má ætla að hegðun mannsins hafi verið áberandi slæm, ef svo má að orði komast, að mati lögreglumanna, því afar sjaldgæft er að nokkur sé ákærður fyrir brot þessari grein hegningarlaga. Lögregla telur þó alvarlegan grun um að hinn sundlaugagesturinn hafi brotið gegn þessari grein, sem einfaldlega kveður á um að koma eigi manni í lífshættu til hjálpar.