Segir það nauðsyn að opna diplómatískar leiðir í stríðinu í Úkraínu

Helen María Ólafsdóttir

„Fólkið sem er svakalega glatt með vopnakaup fyrir Úkraínu þar sem hernaðarsigur er beinlínis ómögulegur ætti að vita að í Þjóðaröryggisstefnu Íslands er talað um að framlag okkar verði borgaralegt til Atlandshafsbandalagsins: „Að aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu verði áfram lykilstoð í vörnum Íslands og meginvettvangur vestrænnar samvinnu sem Ísland tekur þátt í á borgaralegum forsendum til að efla eigið öryggi og annarra bandalagsríkja“. Umboðið til þessara vopnakaupa er ekkert því ákvörðunin er tekin án samráðs.“

Slík eru upphafsorð Helen Maríu Ólafsdóttur, öryggisráðgjafa hjá Sameinuðu þjóðunum, í færslu á Facebook-síðu sinni í gær.

Helen er gagnrýnin þar á umræðu sem virðist vera komin á fulla ferð um stuðnings fólks á aðild Íslands að vopnakaupum fyrir Úkraínu.

Eins og nú er ljóst hefur Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, lofað 4 milljarða stuðningi á ári til stuðnings Úkraínu, en það fé mun renna án sérstakra takmarkana í sjóði sem meðal annars kaupa vopn fyrir Úkraínuher.

Ákvörðunin hefur farið fyrir brjóstið á allmörgum, en fyrri ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að leggja Tékkum lið í vopnakaupum fyrir Úkraínu var meðal annars tíðrædd í forsetakosningunum. Halla Tómasdóttir, næsti forseti lýðveldisins, talaði þannig sterklega á móti því að Ísland væri að standa í vopnakaupum yfirhöfuð. Staða landsins væri betur nýtt í að miðla málum, leitast eftir friði og samningum og í besta falli ætti að verja slíkum fjármunum í hjálpargögn sem væru ekki af hernaðarlegum toga.

Mikið hefur verið rætt um þessa nýju ákvörðun Bjarna Ben og margir bent á að þar skorti algerlega samráð og umræðu á þingi og meðal þjóðarinnar, þar sem um mikla stefnubreytingu sé að ræða fyrir annars herlaust land að standa í vopnakaupum.

Helen er ein af þeim, en í færslu sinni á Facebook bendir hún á að staðan í stríðinu gegn Rússlandi sé afar slæm „Viðskiptaþvinganir Vesturheims á Rússa hafa litlu skipt. Rússar geta haldið þessu stríði áfram næstu árin án þess að það hafi nokkur áhrif á þeirra innviði og merkilegt nok, þvert á við markmiðin þá hefur sambandið milli Rússlands og Kína sjaldan verið betra. Já Rússarnir geta selt sína olíu og afurðir til meirihluta heimsins án nokkurra vandkvæða.“

Helen segir stríðið í Úkraínu vera hryllilegt, enda hafi hún starfað á stríðssvæðum í að verða 20 ár og þekki það vel hverjar afleiðingarnar séu. Sömuleiðis segir hún Pútin vera „hræðilegan“, en „eldkláran“ og hún myndi ekki vilja undir neinum kringumstæðum búa undir hans „hræðilega ógnarvaldi“.

Það þurfi hins vegar að ræða þessi mál opinskátt og heiðarlega. Staða Úkraínu sé slæm, áfall stríðsins nú þegar ólýsanlegt og lítið á því að græða að halda því áfram. „Við verðum að skipta um stefnu ef stefnan nú er ekki að ganga upp- þessi óskhyggja um að knésetja Rússana. Hún gengur ekki upp, og það er orðið augljóst. Það verður að opna diplómatískar leiðir og það ekki seinna en strax og smáríkin geta leitt það effort – fyrst stórveldin eru að bregðast okkur.“

Helen mætti við Rauða borðið á fimmtudaginn og ræddi þessi mál af meiri dýpt þar:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí