41% af uppsafnaðri þörf íbúða árið 2024 fullbúnar – Aðeins 80% náðist á síðasta ári

Fjöldi íbúða í byggingu í Reykjavík fjölgar um 10% á milli mánaða, samkvæmt nýjum tölum HMS. Þannig hafa framkvæmdir við 429 íbúðir bæst við síðan í mars og gerir því 2502 íbúðir í byggingu. Meirihluti þeirra er þó á byrjunarstigum.

Þrátt fyrir þessa aukningu telur HMS ekki líklegt að uppbygging íbúða mæti uppsafnaðri þörf fyrir árið, ekki frekar en á síðasta ári. Í fyrra var áætluð þörf fyrir íbúðir á höfuðborgarsvæðinu um 2562 talsins en aðeins 2069 voru byggðar og fullbúnar á því ári. Aðeins Garðabær, Hafnarfjörður og Seltjarnarnes náðu að uppfylla þörfina fyrir sitt sveitarfélag.

Í Reykjavík var þörf á 1548 íbúðum en aðeins 964 byggðar og var það stærsti munurinn í fjölda íbúða. Hlutfallslega stærsti munurinn var í Mosfellsbæ þar sem þörf var á 167 íbúðum en aðeins 36 byggðar.

HMS nefnir að íbúafjölgun á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári hafi verið umfram það sem gert var ráð fyrir og því er þörfin búin að aukast.

Þörfin fyrir árið 2024 er áætluð sem 2494 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, en aðeins 1015 íbúðir hafa verið byggðar og fullbúnar það sem af er árinu, eða um 41% af þörfinni þegar árið er hálfnað.

Stöðuna eins og hún er núna má sjá á næstu mynd:

Það sem er morgunljóst öllum þeim sem vilja vita það er að húsnæðisstefna sveitarfélaganna og ríkis hafa beðið algert skipbrot. Nú um mundir ríkir ein alvarlegasta húsnæðiskreppa Íslandssögunnar og skorturinn hefur valdið aukinni tekjuskerðingu, fátækt og vansæld tugþúsunda. Í skortsástandi, þar sem fasteigna- og lóðabraskarar græða grimmt, hefur engu yfirvaldi á Íslandi dottið í hug að byggja sjálft beint, heldur er því öllu útvistað til markaðarins með hvatningu og hvötum.

Niðurstaðan er sú að það er aldrei byggt nægilega mikið til að mæta uppsafnaðri þörf og því versnar ástandið stöðugt.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí