Harður árekstur varð milli tveggja bifreiða í Breiðholti í gærkvöld.
Samkvæmt upplýsingum Samstöðvarinnar slösuðustu fimm til sex einstaklingar. Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.
Árið 2024 er tími bakslags í umferðaröryggi þar sem um tugur fólks hefur misst lífið í slysum.
Slysin hafa flest orðið á þjóðvegum landsins. Bílafjöldi landsmanna hefur farið úr 150.000 ölutækjum á níunda áratug síðustu aldar í um 300.000 eða nánast tvöfaldast.
Þá hefur orðið sprenging í komum ferðamanna. Álag á innviði ekki verið í neinu samræmi við umbætur og viðhald og áætlanir um úrbætur líkt og Miklubraut í stokk hafa verið til umræðu frá sjöunda áratug síðustu aldar án þess að nokkuð sé gert.
Ríkisstjórnin náði ekki samkomulagi um að klára samgönguáætlun á þinginu áður en því var slitið í sumar.
Samstöðin hefur ítrekað fjallað um banaslysin og álagið. Sjá viðtal við fulltrúa Samgöngustofu hér: