Íris kveður Snorra í kútinn

Skýrt kom fram í viðtali við Höllu Hrund Logadóttur á Samstöðinni í gær að hægristefna Snorra Mássonar og félaga hans í Miðflokknum vekur andúð framsóknarþingmanna.

Í dag bætist Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í hóp gagnrýnenda Snorra. Nú vegna ummæla hans í Silfrinu í vikunni.

„Ég staldraði við orð Snorra Mássonar þar sem hann talar um ‘’útlendinga’’ eins og um væri að ræða einsleitan hóp sem væri ofaukið hér á landi.

Hvað á hann við?

Er hann að tala um allt það góða fólk sem heldur upp fiskvinnslunni í landinu og allt það fólk sem vinnur flest störfin í ferðaþjónustunni – að ég tali nú ekki um byggingariðnaðinn?“ Spyr Íris.

Hún bætir við:

„Hér í Eyjum eru um 18% íbúa með erlent ríkisfang. Flestir harðduglegt fólk sem eru þátttakendur í samfélaginu; margir hverjir búnir að kaupa húseignir og með börn í skóla.

Þetta fólk ætti sannarlega ekki að þurfa að hlusta á nýkjörinn varaformann Miðflokksins tala svona til þeirra – eins og þau séu bara að þiggja frá samfélaginu og það væri fínt að losna við þau úr landi. Þau eiga betra skilið,“ er meðal þess sem Íris segir í færslu á facebook.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí