Réttindi til þungunarrofs leiða ekki til hærri tíðni þeirra

Ný norræn rannsókn sýnir fram á það að samhliða innleiðingu á frjálslyndari löggjöf á Norðurlöndum, þar sem konur fengu rétt til að stjórna eigin líkama, þá hafi fjöldi þungunarrofa ekki aukist og hefur raunar minnkað töluvert.

Reynir Tómas Geirsson, fyrrverandi prófessor og yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans, er einn meðhöfunda rannsóknarinnar og talaði við RÚV um niðurstöðurnar.

„Ef þú setur frjálslegri löggjöf þá þýðir það ekki að það opnist allar flóðgáttir og konur fari í það í stórum stíl að fara í þungunarrof. Þvert á móti, þær höndla það með ábyrgum hætti“, sagði Reynir við RÚV.

Þannig er mál með vexti að löggjöf um þungunarrof hér á landi sem og á Norðurlöndunum er um það bil hálfrar aldar gömul. Aukning í þungunarrofi mátti gæta í byrjun sem var eðli málsins samkvæmt augljóst þar sem áður voru þungunarrofsaðgerðir bannaðar. Hins vegar hefur tíðni þungunarrofa að mestu staðið í stað síðan frá árinu 1980 og hjá yngri konum í dag hefur tíðnin minnkað smávegis. Það sama á við um þróunina hér á Íslandi eftir að löggjöfin varð ennþá frjálslegri árið 2019. Aðgerðum hefur ekki fjölgað.

Niðurstöðurnar eru sérstaklega athyglisverðar í ljósi þess að víða um heim er afturför í réttindum kvenna til þungunarrofs, ekki síst vestanhafs í Bandaríkjunum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí