Formenn nokkurra félaga vilja ekki Ragnar Þór sem forseta

Verkalýðsmál 6. okt 2022

„Forseti ASÍ þarf að geta leitt saman ólík sjónarmið og verið trúverðugur talsmaður launafólks gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum, sem og í opinberri umræðu. Við teljum að Ragnar Þór sé ekki fær um að valda þessu hlutverki,“ stendur í grein sem fólk úr tíu verkalýðsfélögum skrifa á Vísi. Þau benda ekki á annan frambjóðenda sem þau vilja frekar sjá, en Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er sá eini sem boðið hefur sig fram.

Þing Alþýðusambandsins byrjar á mánudaginn næsta og fram að þessu hefur Ragnar Þór einn boðið sig fram til formanns, Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins einn til fyrsta varaforseta, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, ein til annars varaforseta og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness einn til þriðja varaforseta.

Framboðsfrestur er enginn. Fólk getur boðið sig fram á þinginu þó algengast sé að framboð liggi fyrir með einhverjum fyrirvara.

Fólkið sem skrifar undir kemur flest úr smærri félögunum í Starfsgreinasambandinu. Félögin í Starfsgreinasambandinu hafa samanlagt 120 fulltrúa á þinginu. Þau sem skrifa undir greinina koma úr félögum sem innan Starfsgreina sambandsins sem verða með 20 fulltrúa á þingi. Þó ber að geta þess að ritari Eflingar skrifar undir, Ólöf Helga Adolfsdóttir, sem bauð sig fram til formanns en tapaði fyrir Sólveigu Önnu.

Undir bréfið skrifar ekki fólk úr stærri félögunum í Starfsgreinasambandinu; Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur, AFL-Starfsgreinafélag, Eining – Iðja og Verkalýðsfélag Akraness auk Eflingar.

Tvö félög utan Starfsgreinafélagsins eiga fulltrúa undir bréfinu: Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri og Sjómannafélag Eyjafjarðar. Ef við teljum fulltrúanna saman er forystufólk félaga undir bréfinu sem eiga 24 fulltrúa af 299 fulltrúum á þingi ASÍ eða 8%. Og er Efling með sína 53 fulltrúa ekki talin með Ólöfu Helgu.

Það er freistandi að telja fulltrúana og meta með því styrkinn í andstöðunni við Ragnar og önnur sem hafa boðið sig fram. Án efa hefur þetta bréf farið víða og mörgum boðist að skrifa undir.

Hér má lesa greinina á Vís: Við höfnum gerræði og hótunum innan ASÍ.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí