„Lýðræði er alltaf kosningamál þegar kosningar eru annars vegar, því kosningar snúast alltaf um það öðrum þræði um hvernig lýðræðið er og hvernig við viljum framkvæma það. Hvernig við viljum halda því í heiðri. Í kosningum erum við alltaf að greiða atkvæði út frá eigin hagsmunum og hagsmunum heildarinnar. Það þýðir að við erum að iðka lýðræðið. Hvernig við verjum atkvæði okkar er því miður oft það eina sem við fáum að gera sem þátttakendur í lýðræðinu. Á fjögurra ára fresti, þó að vísu oft miklu oftar á Íslandi út af ýmsum ástæðum.“
Þetta segir Björn Þorsteinsson heimspekiprófessor í samtali við Rauða borðið sem sýnt var í gær. Björn reyndi að svara því hvort lýðræði gæti verið eitt af kosningamálum komandi kosninga en einnig ræddi hann um lýðræðiskrísuna.
„Að ræða um lýðræði í aðdraganda þessa kosninga er sérstaklega erfitt því aðdragandinn er svo stuttur. Eins og við höfum séð og heyrt, og fólk er mikið að ræða um, þá er þetta ákveðið ferli sem er sett í gang af forsætisráðherra til þess að við þurfum að greiða atkvæði einu sinni enn án þess að hafa fengið raunverulega að ræða málin.“
Hér fyrir neðan má sjá og heyra viðtalið við Björn í heild sinni.