„Það var kannski þessi ótti að ef skólinn byrjar seinna, fara þau þá ekki bara seinna að sofa? Það var ekki raunin. Þau voru raunverulega að fá lengri svefn og þeim leið betur. Kennararnir voru mjög ánægðir með þetta fyrirkomulag. Þeir gátu nýtt morguninn í ákveðinn undirbúning og fundi sem þeir höfðu gert eftir kennslu. Þannig að þetta hentaði ofboðslega vel og það var ánægja með bæði meðal starfsfólks og barnanna. Við höfum séð þetta í erlendum rannsóknum í áratugi, að seinka upphafi skóladags hjá unglingum lengir svefnin þeirra.“
Þetta segir Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í svefn, um nýlega rannsókn í Reykjavík sem varð til þess að hefst grunnskóli aldrei fyrir klukkan 8:50 í höfuðborginni. Erla segir í viðtali sem sýnt verður í kvöld á Samstöðinni að margir Íslendingar þurfi að sofa meira – ekki síst ungt fólk.
„Ég vona að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið, því það er áhyggjuefni hve stór hluti unglinga er að sofa of lítið. Það er allur gangur á því hvernig þetta er í nágrannalöndum en það hafa verið gerðar rannsóknir í Evrópulöndum og Bandaríkjunm þar sem skóladegi hefur verið seinkað með góðum árangri. Við búum við þá sérstöðu að það er mjög mikið skammdegi og ekki með rétta klukku, sem er önnur umræða. Ég hefði viljað það, bara að leiðrétta okkur um klukkustund. Þá værum við nær okkar líkamsklukku og við værum rétt stillt miðað við legu landsins,“ segir Erla.
Við Rauða borðið kvöld segir Erla okkur nánar frá svefnleysi meðal Íslendinga.