„Ásmundur vill vel, en þetta er beinlínis dapurlegt“

„Það er gömul saga og ný að ráðherrar misnota aðstöðu sína rétt fyrir kosningar og klippa á borða og taka „fyrstu skóflustungu“ eins og engin sé morgundagurinn. Almennt brosir fólk og sér í gegnum þetta. Framsókn hefur gengið lengra í þessu núna en flokkurinn gerir venjulega og á flokkurinn samt íslandsmetið í greininni,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, og vísar í frétt á Vísi um að Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hafi „opnað“ nýtt meðferðarheimili þrátt fyrir að húsnæðið sé ekki tilbúið.

Sigmar segir þetta ekki eina dæmið á síðustu vikum þar sem klippt er á borða þó framkvæmdir séu varla byrjaðar. „Að taka fyrstu skóflustungu að Ölfursárbrú, sem ekki er einu sinni búið að hanna, korteri í kosningar er hallærislegt. En að „opna“ meðferðarúrræði fyrir börn þegar „húsnæðið er ekki tilbúið og hefur ekki enn verið tekið út af þar til bærum aðilum“ til að skreyta sig fyrir kosningar er óforskammað,“ segir Sigmar.

Hann segir þetta alvarlegra í ljósi þess að margir hafa beðið eftir þessari þjónustu lengi. „Ljótur leikur gagnvart foreldrum sem árum saman hafa fengið innantóm loforð en ekki þjónustu fyrir börnin. Ekki síst þegar fyrir liggur að sami ráðherra skrifaði undir viljayfirlýsingu við Garðabæ árið 2018 um slíkt heimili sem varð aldrei að meiru en einni undirskrift á blaði. Ásmundur vill vel, en þetta er beinlínis dapurlegt,“ segir Sigmar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí