Braut Hildur Sverrisdóttir gegn stjórnarskránni?

„Ég býst ekki við að fólk skilji hvað þetta er alvarlegt mál. Það er fátt sem er eins heilagt fyrir þingstörfin og fundarstjórn forseta,“ skrifar Björn Leví Gunnarsson um ákvörðun Hildar Sverrisdóttir, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, um að slíta þingfundi í gær, trúlega í óleyfi.

„Ég hef verið varaforseti Alþingis og skylda varaforseta er virðing gagnvart forseta, ræðumanni, þingsalnum og þinginu öllu. Ég hef setið á forsetastól sem forseti án þess að vita hvort ég væri að fara að slíta fundi eða ekki – af því að forseti sagði engum hversu lengi fundur átti að standa.

Persónulega finnst mér það fáránlegt, að forseti geti bara ekki sagt fólki það, þegar dagskráin er svona. Ekki einu sinni starfsfólki þingsins er sagt frá því. En þannig er starfið og ábyrgðin. Þingfundur er heilagur samkvæmt stjórnarskrá.

„Alþingi kýs sér forseta og stýrir hann störfum þess.“

Þannig að þegar varaforseti tekur sér dagskrárvald með því að slíta fundi í óþökk forseta þá er það beinlínis stjórnarskrárbrot – að mínu mati.

Þannig að þegar ég segi alvarlegt, þá meina ég svo alvarlegt,“ skrifaði þingmaðurinn fyrrverandi, Björn Leví Gunnarsson.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí