Bergþór spáir stjórnarslitum
Berþór Ólason skrifar Moggagrein. Hann spáir í spilin:
„Æði sérstökum fyrsta þingvetri kjörtímabils er nú lokið. Viðlíka sláturtíð þingmála ríkisstjórnar hefur ekki sést í seinni tíma þingsögu.
Af 95 stjórnarmálum náðu 43 fram að ganga. Meirihlutinn, eða 52 þingmál, féll dauður. Meirihluti þeirra mála sem stjórnin þó náði í gegn var endurfluttur frá fyrri ríkisstjórn eða rekstrarmál ríkisins sem lítil pólitík er í.
Í þessu ljósi hefur verið kúnstugt að fylgjast með yfirdrifnum sigurhátíðum stjórnarflokkanna sem enginn hefur farið varhluta af sem hættir sér inn á samfélagsmiðla þessi dægrin. Myndin sem þar er teiknuð upp minnir helst á par sem teppaleggur allt með yfirgengilegum ástaryfirlýsingum þegar raunveruleikinn er annar og eftir fylgja hin óumflýjanlegu sambandsslit.“
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward