Geri alvarlegar athugasemdir að fundað sé á hvíldardegi kristinna manna

„Ég kem hingað upp til að óska eftir því að forseti svari þeirri spurningu um hvernig standi á því að við séum komin yfir miðnætti á sunnudegi, á hvíldardegi kristinna manna. Og ólíkt því sem hefur kannski komið fram í máli nokkurra samflokksmanna minna þá geri ég við það alvarlegar athugasemdir að hér sé fundað á sunnudegi, jafnvel þótt það sé ekki kominn dagur eða messutími, en að það sé gengið yfir miðnætti á sunnudegi hér í þinghaldi. Mér telst til að það hafi hafi gerst þrisvar á síðasta aldarfjórðungi, þrisvar, og það átti við um brýnt neyðaratvik í sögu þjóðarinnar. Ég kalla eftir því að forseti svari þessum spurningum hér áður en næsti ræðumaður kemur hér með sömu spurningu,“ sagði Sigríður Á. Andersen í Alþingi.

Þegar þetta var sagt var klukkan komin fram yfir miðnætti.

„Hér hafa komið fram nokkrar spurningar. Fyrst um það hversu lengi þessi fundur skuli standa. Það er ekki ljóst á þessari stundu, enda er forseti að reyna að átta sig á því hversu lengi háttvirtir þingmenn vilja halda áfram þessari umræðu í 2. umræðu um það þingmál sem hér er á dagskrá. Það er ekki alveg gott að skilja hvort háttvirtir þingmenn vilji halda áfram eða hvort þeir vilji hætta, af því að forseti skilur það einnig þannig að það séu hér önnur mál á dagskránni sem þingmenn vilji mjög gjarnan ræða, þannig að það er erfitt að átta sig á þessari stöðu. Ég get greint frá því að ég hef sent skilaboð á háttvirta þingflokksformenn um að það komi til greina að halda þingfund á morgun. Það hefur ekki verið ákveðið þannig að það sé alveg á hreinu,“ svaraði þingforsetinn Þórunn Sveinbjarnardóttir.

„Hvað varðar hvíldardaginn þá er hann vissulega haldinn heilagur víða um heim, ekki alltaf á sunnudögum, stundum á laugardögum og stundum á föstudögum. Sunnudagur er fyrsti dagurinn í vikunni, góður til vinnu og góður til heillahugsana. Við skulum bara sjá hvað verður. Þetta er í höndum háttvirtra þingmanna.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí