Skrökvar hann kannski bara alltaf?

Guðmundur Andri Thorsson er jafn undrandi á skýringum Guðlaugs Þórs og flestir aðrir. Guðmundur Andri skrifar:

„Nú þurfum við að velja. Vissi hann ekki af skýrslu sem hann bað um? Las hann hana ekki? Skrifaði hann formála að henni án þess að lesa hana? Skrifaði hann nafnið sitt undir formála sem hann hafði ekki lesið? Skrifaði hann formála í öngviti? Er hann að skrökva núna þegar hann segir að enginn hafi haft hugmynd um það sem hann sjálfur vissi og stendur í skýrslunni sem hann bað um (og reyndar vissi ég það líka, og sennilega allir, nema kannski Gunnar Bragi) að aðildarumsókn Íslands að ESB væri enn í gildi? Skrökvaði hann þá? Eða skrökvar hann nú? Skrökvar hann kannski bara alltaf, samkvæmt því prinsippi að maður þurfi ekki að segja satt heldur bara það sem hentar hverju sinni?“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí