Ég held að þessi tónn sé að drepa Sjálfstæðisflokkinn

Þegar hlaðvarp Þjóðmála hóf göngu sína virtist fylgi Sjálfstæðisflokksins vera að jafna sig, var komið nærri 28%. Nú er flokkurinn rétt með helming af því fylgi, eftir nokkurra ára tuð þessara manna yfir hvað allir nema þeir séu rosalega vitlausir. Ég held að þessi tónn sé að drepa Sjálfstæðisflokkinn, hann hefur lengi loðað við flokkinn (Davíð Oddsson á vondum degi var eitraður) en er í dag orðið það eina sem boðið er upp á, það er eins og flokkurinn sæki tón sinn í þetta furðulega hlaðvarp. Formaður og varaformaður falla í þetta far og fæla fólk frá, tala úr veikri stöðu eins og allir aðrir séu asnar og landeyður. Það passar mjög illa við fólk sem heldur fram skoðunum sem kannski 13% fólks aðhyllist að allir aðrir séu algjörir fávitar og í raun hættulegt fólk. Þegar fíflin eru orðin svona mörg þá ert þú helsta fíflið. Það er lögmál.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí