Stefán auglýsir eftir stuðningi við Sólveigu Önnu

Verkalýðsmál 2. feb 2023

„Alvöru kjarabætur fyrir þá verst settu koma ekki af sjálfu sér. Að hafa fengið jafn öflugan leiðtoga í þá baráttu og Sólveigu Önnu var hvalreki fyrir lægri stéttir samfélagsins. Er ekki sjálfsagt að allt vel meinandi jafnaðarfólk ljái þessu verkefni stuðning?“ skrifar Stefán Ólafsson prófessor og sérfræðingur Eflingar í grein sem er ákall til jafnaðarfólks um að styðja kjarabaráttu Eflingar og Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann félagsins sérstaklega.

Stefán saknar augljóslega meiri stuðnings frá fólki sem segist vera jafnaðarfólk, en jafnaðarmennska á sér rætur í verkalýðsbaráttu og er markleysa án hennar. Og Stefán auglýsir líka eftir stuðningi femínista.

„Allt jafnaðarfólk og allir femínistar ættu að fagna tilkomu Sólveigar Önnu í baráttuna á vettvangi þjóðmálanna. Allir aðrir verkalýðsleiðtogar sömuleiðis. Svona öflugur einstaklingur hefur ekki komið fram á þessum vettvangi lengi,“ skrifar Stefán. „Þó Sólveig Anna eigi sér marga stuðningsmenn og konur er stundum eins og femínistarnir hafi mestan áhuga á háskólamenntuðu fólki. Í öllu falli finnst mér ekki algengt að femínistar taki undir með Sólveigu Önnu þegar hún er að tala máli verkakvenna, innlendra sem innfluttra. Það eru vissulega þær konur sem verst standa, bæði efnahagslega og samfélagslega og sem verða oft fyrir niðrandi umgengni og ættu að hafa öflugan stuðning jafnaðarfólks og baráttufólks fyrir kvenréttindum.“

Stefán bendir líka að þögn stjórnmálamanna, segir að það sé eins og frítt skotleyfi hafi verið gefið út á Sólveigu Önnu.

„Stjórnmálamenn sem ættu að styðja hana í nafni jafnaðar- og kvenfrelsisstefnu láta eins og hún sé ýmist ekki til eða að félagsskapur hennar sé þeim ekki sæmandi,“ skrifar Stefán. „Með því er þetta fólk að vanvirða þá verst settu, sem eru umbjóðendur Sólveigar Önnu – ekki síst láglaunakonur. Manni finnst stundum að meint jafnaðarstefna í stjórnmálunum og í háskólaumhverfinu sé meira hugsuð fyrir fínni huta þjóðarinnar og ekki að sama skapi í þágu þeirra sem mest þurfa á sjónarmiðum og stuðningi jafnaðarfólks og femínista að halda. Láglaunakonurnar á hótelunum og leikskólunum og í mörgum hinum verst launuðu störfunum.“

Lesa má grein Stefáns hér: Með­ferðin á Sól­veigu Önnu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí