Segja SA hafa siglt kjaraviðræðum í strand
„Samtök atvinnulífsins sigldu í dag kjaraviðræðum við Eflingu í strand,“ segir í yfirlýsingu frá samninganefnd Eflingar. „Samtökin reyndust óviljug til að koma til móts við Eflingu, jafnvel þótt aðeins væri um að ræða aðlaganir innan þess ramma sem þegar hefur verið samið um við önnur stéttarfélög. Með því brugðust SA ábyrgð sinni.“
Samninganefndin segir að SA hafi jafnframt gengið á bak orða sinna um að fulltrúar olíufyrirtækja og Samskipa kæmu í hús við viðræðna við Eflingarfélaga hjá þessum fyrirtækjum. „Samtökin lofuðu því að slíkar viðræður færu fram meðan verkfallsaðgerðum yrði frestað. Munnlegt samkomulag þessa efnis lá fyrir og var gert í viðurvist Ríkissáttasemjara,“ segir í yfirlýsingunni.
Verkföll félagsfólks í Eflingu á Íslandshótelum, Berjaya hótelkeðjunni, Edition hótelinu og hjá Samskip, Olíudreifingu og Skeljungi hefjast að nýju á miðnætti í kvöld.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward