Jóna Fanney lagði Friðrik í formannskjöri
Jóna Fanney Friðriksdóttir hefur verið kjörinn formaður Leiðsagnar, ört vaxandi stéttarfélags leiðsögumanna. Hún felldi sitjandi formann, Friðrik Rafnsson, sem verið hefur formaður í tvö ár.
Þegar Jóna Fanney bauð sig fram til stjórnarsetu í VR lýsti hún starfsferlinum svo að hún hafi unnið í frystihúsi og á hjólbarðaverkstæði á ungdómsárunum. Og eftir nám starfað ég sem blaðamaður en síðar hafi leiðin legið í stjórnunarstöður. Hún hefur kennt, m.a. við ferðamáladeildinni á Hólum og sinnt viðskiptaráðgjöf, var bæjarstjóri í nokkur ár, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna og síðar framkvæmdastjóri AFS. Og auðvitað sem leiðsögumaður.
Fyrir utan að vera leiðsögumaður er Friðrik einn ötulasti þýðandi landsins, hefur meðal annars þýtt svo gott sem allt höfundarverk Milan Kundera.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward