Fjórðungur einstæðra mæðra hafa ekki efni á að gefa börnunum jólagjafir eða afmælisgjafir  

Um fjórðungur einstæðra mæðra segja að fjárskortur hafi komið í veg fyrir að þær gátu gefið afmælis- og/eða jólagjafir. Svo gott sem sama hlutfall einstæðra mæðra höfðu ekki efni á því að fá nauðsynlegan fatnað fyrir börn sín. Álíka margar höfðu ekki efni á því að gefa barni eins næringarríkan mat og þær töldu það þurfa.

Þetta kemur fram í skýrslu Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðsins, um stöðu launafólks á Íslandi. Hér fyrir neðan má sjá töflu sem sýnir hlutfall launafólks sem sagði að fjárskortur síðastliðna 12 mánuði hefði komið í veg fyrir að það gæti meðal annars greitt fyrir leikskólagjöld, frístund, skólamáltíðir, skipulagðar tómstundir, nauðsynlegan fatnað fyrir börnin sín og fleira.

Í skýrslunni segir: „Algengast er að foreldrar hafi ekki getað greitt fyrir nauðsynlegan fatnað (15,1%) og afmælis- og/eða jólagjafir (15,1%), næst kostnað vegna félagslífs (14,9%), eins næringarríkan mat eins og foreldrið telur barnið þurfa (12,9%), kostnað vegna skipulagðra tómstunda (12,6%) en lægra hlutfall foreldra gat ekki greitt fyrir aðra þætti eins og kostnað vegna skólaferðalags eða annarra viðburða tengdum skóla (6,1%), mat í skóla (5,9%), leikskólagjöld (4,3%), gjöld fyrir frístund (4,1%), skólabækur eða annan námskostnað (3,7%) og skólagjöld í framhaldsskóla (2,4%).“

Líkt og fyrr segir þá er hlutfallið talsvert hærra meðal einstæðra mæðra. Í skýrslunni segir: „Hlutfallið hæst meðal einstæðra mæðra þegar kemur að því að greiða fyrir leikskólagjöld (7,6%), skólagjöld í framhaldsskóla (4,6%), skólabækur eða annan námskostnað (6,8%), mat í skóla (14,3%), kostnað vegna skipulagðra 28 tómstunda (23,2%), kostnað vegna skólaferðalags eða skipulagðra viðburða í skóla (12,9%), kostnað vegna félagslífs (27,1%), afmælis- og/eða jólagjafir (25,3%), nauðsynlegan fatnað (25,8%) og eins næringarríkan mat og foreldrið telur barnið þurfa (25,1%).“

Hér má lesa skýrslu Varða um stöðu launafólks á Íslandi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí