Danskir stúdentar æfir vegna ný samþykktrar fyrirtækjavæðingu háskólanna

Danskir stúdentar, ásamt talsmönnum háskólana, eru vægast sagt ósáttir við nýja stefnu Danmerkur í menntamálum sem samþykkt var af ríkisstjórninni nú á dögunum. Er henni best lýst sem fyrirtækjavæðingu, en markmiðið, samkvæmt dönsku ríkisstjórninni er að styrkja tengsl atvinnulífsins við háskólana.

Hin ný samþykkta stefna kveður á um að meistaranám (e. kandidatsuddannelse), í fleiri greinum, verði stytt töluvert, eða 10% af öllum námsleiðum á meistarastigi. Verður þar stytt úr tveimur árum niður í eitt ár. Á sama tíma munu önnur 20% af námsleiðum á þessu stigi vera breytt í það sem kallað er erhvervsuddannelse, en þar er átt við að stúdentar taki í rauninni nám sitt hjá fyrirtækjum og vinni fyrir þau á sama tíma og lært er.

Einn þriðji af öllum námsleiðum á meistarastigi munu því finna fyrir þessum breytingum, á annan hvorn háttinn. Er því um meiriháttar umbreytingu á stefnunni í menntamálum að ræða.

Hin nýja stefna kveður einnig á um að mun færri nemendur verða teknir inn í BA nám í háskólum, eða 8% færri. Er þetta réttlætt með því að tilgangurinn sé að fá fleiri nemendur inn í iðngreinar – sem er á sama tíma lofað meiri fjárstuðningi.

Ríkisstjórn Danmerkur samþykkti þessa nýju stefnu nú á dögunum. Talsmaður samtaka danskra fyrirtækja (Dansk Industri) fagnaði nýju stefnunni.

Stúdentar ekki sáttir

Formaður samtaka danskra stúdenta, Esben Salmonsen, (Danske Studerendes Fællesråd) gagnrýnir nýju stefnuna harðlega, og segir að vegna hennar munu valmöguleikarnir fyrir framtíðar stúdenta vera mun minni, ásamt því að það sem er þó í boði muni vera verra nám en áður var. Hann vekur athygli á því að með því að stytta námið, þá missa stúdentar af þeim mikilvæga tíma sem þeir þurfa til að virkilega sökkva sér í fræðin af ráði. Hann bendir einnig á að fækkun á inntöku BA nema í háskólana sé engan vegin nein trygging fyrir því að þeir nemendur fari þá frekar í iðngreinar – eins og tilgangurinn er með stefnunni. Segir hann að niðurstaðan verði að öllum líkindum einungis minni og verri menntun fyrir alla.

Formaður samtaka danskra háskóla, Brian Bech Nielsen, segir í viðtali við DR að honum sé létt yfir hvar samþykkt stefnunnar endaði. En í byrjun var lagt upp með að helmingurinn af öllum námsleiðum skyldi stytta – fagnar hann því að það sé einungis 10%. Hann bendir einnig á að ekki sé enn búið að gefa upp hvaða námsleiðir sé um að ræða, sem verða gerðar styttri eða breytt í fyrirtækjanám, en að fulltrúar háskólana muni láta í sér heyra þegar það að kemur.

Stefna íslensku ríkisstjórnarinnar í menntamálum

Í þessu samhengi má benda á að þessi nýja stefna dönsku ríkisstjórnarinnar í þessum málum er keimlík þeirri sem íslenska ríkisstjórnin hefur nýlega talað fyrir. En Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, gagnrýndi íslenska háskóla í mars síðastliðnum fyrir að vera ekki nægilega samkeppnishæfa, ásamt því að styrkja þyrfti tengsl þeirra við atvinnulífið, og leggja meiri áherslu á sumar námsgreinar á meðan að aðrar mættu missa sín sökum lítils efnahagslegs ávinnings þeirra.

Leiddu þessi orð hennar til mikillar umræðu um eðli háskólanna, og háskólamenntunnar. Til dæmis eftirfarandi greinar eftir Finn Dellsén, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands sem vakti mikla athygli á sínum tíma.

Til hvers eru háskólar?

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí