Noregur tilkynnir borun eftir olíu og gasi á 19 nýjum svæðum

Noregur tilkynnti í gær að það væri búið að gefa grænt ljós á borun eftir olíu- og gasi á 19 nýjum svæðum. Segir í tilkynningunni frá norskum stjórnvöldum að verkefnin muni skila yfir 200 milljörðum norskra króna í ríkiskassann.

Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, sagði einnig af þessu tilefni að nýju verkefnin muni koma til með að leggja mikið af mörkum þegar kemur að því að tryggja orku öryggi Evrópu. Sagði hann að Noregur væri eini útflytjandi olíu og gass í Evrópu, og með því að ráðast í þessi verkefni væri verið að tryggja að Noregur stæði undir þessu ábyrgðarfulla hlutverki.

Verkefnin snúast bæði um borun á nýjum svæðum, ásamt útbreiddari vinnslu á svæðum sem þegar er verið að bora á.

Noregur, sem var þegar eitt allra ríkasta land í heimi vegna olíu framleiðslu sinnar, hefur hagnast gríðarlega á stríðinu í Úkraínu, en það setti útflutning Rússlands á olíu og gasi til Evrópu úr miklum skorðum.

Loftslagsbreytingar

Vísindamenn áætla að ef heimurinn brennir allar þær birgðir af jarðefnaeldsneyti sem hann á nú þegar, þá mun meðalhiti jarðarinnar hækka um c.a. 9,5 gráður.

Þjóðir heims hafa skuldbundið sig til þess að halda hitanum undir 1,5 gráðu meðalhækkun, samkvæmt Parísar sáttmálanum.

Ekki er ljóst hvernig Noregur áætlar að borun eftir meiri olíu hjálpar til í þeim málum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí