Efnahagsmálaráðherra Finnlands, Vilhelm Junnila, hefur sagt af sér. Kemur afsögnin tíu dögum eftir að hann tók við embættinu. Sagði hann í tilkynningu í dag að hann sæi það að honum væri ekki stætt í embætti og gerði þetta því, fyrir ríkisstjórnina og Finnland í heild.
Junnila kemur úr flokknum Sannir Finnar, en er þar um að ræða týpískan öfgahægri popúlistaflokk á borð við Svíþjóðar demókratana eða danska þjóðarflokkinn. Einkennist orðræða þessara flokka fyrst og fremst af mikilli útlendingaandúð.
Junnila stóð þó af sér vantraust tillögu á finnska þinginu 28.júní, en eins og áður segir, tilkynnti hann að hann sæi sér samt sem áður ekki stætt í embætti lengur.
Vantraust tillagan kom til vegna ásakana um ítrekaða nasista orðræðu og nasistabrandara Junnila, eitthvað sem aðrir þingmenn á finnska þinginu höfðu ekki eins mikinn húmor fyrir. Þingkona Græningja Hanna Holopainen bendir á að ekki var um að ræða einangrað kæruleysislegt tilvik hjá honum, heldur ítrekaða, kerfisbundna og grófa orðræðu frá þessum fyrrum ráðherra.
Sannir Finnar voru annar sigursælasti flokkurinn í síðustu kosningum, sem haldnar voru í apríl. Gekk hann í kjölfarið í ríkisstjórn með sigurvegaranum, Sambandsflokknum ásamt tveimur smærri flokkum.