Miðnætti í Kænugarði

Rætt við fólk með þekkingu og reynslu af ýmsum þáttum sem tengjast þessu stríði sem hefur áhrif víða og á margt. Fylgist með; stríðssögur fyrir svefninn.

Umsjón: Tjörvi Schiöth og Gunnar Smári Egilsson

Podcast expand_more Væntanlegur aftur á dagskrá

Þættir

Miðnætti í Kænugarði: Hver er staðan í Rússlandi og í stríðinu?

Miðnætti í Kænugarði: Hver er staðan í Rússlandi og í stríðinu?arrow_forward

S02 E003 — 24. jún 2023

Vegna uppreisnar Wagnerliða undir stjórn Yevgeny Prigozhin sendum við út aukaþátt af Miðnætti í Kænugarði. Gestur þáttarins er Albert Jónsson öryggismálarráðgjafi og fyrrum sendiherra í Washington og Moskvu. Hann spáir í spilin. Eru líkur á valdaskiptum í Rússlandi? Stefnubreytingu? Hvert þróast stríðið á vígvellinum og í heimsmálunum?

Miðnætti í Kænugarði: Friður, Kína og gagnsókn

Miðnætti í Kænugarði: Friður, Kína og gagnsóknarrow_forward

S02 E002 — 21. jún 2023

Við förum yfir stöðuna á vígvellinum og hinni pólitísku baráttu. Og ræðum breytta stöðu Kína í heiminum við Geir Sigurðsson prófessor og Kínafræðing. Og líka breytta áherslu Kínverska kommúnistaflokksins. Tjörvi Schiöth fer síðan yfir friðarviðræður sem leiðtogar Afríkuríkja vilja koma á, en ekki síður tilraunir í upphafi stríðsins til að stilla til friðar og hvers vegna þær tilraunir runnu út í sandinn.

Uppreisn, valdarán og valdakerfi

Uppreisn, valdarán og valdakerfiarrow_forward

S02 E004 — 20. jún 2023

Tjörvi Schiöth fer yfir fréttir af uppreisn Prigósjíns og Wagnerliða, kenningar um um hvað þetta snerist og túlkanir um hvaða áhrif þessir atburðir höfðu á stöðu Pútíns. Við ræðum síðan við Guðmund Ólafsson hagfræðing um völd Pútíns, hverjir eru í innsta hringnum og hvert hann sækir völd sín.

Miðnætti í Kænugarði: Lokun sendiráðs, efnahagshrun, gagnárás

Miðnætti í Kænugarði: Lokun sendiráðs, efnahagshrun, gagnárásarrow_forward

S02 E001 — 12. jún 2023

Miðnætti i Kænugarði snýr aftur á Samstöðina, nú sem vikulegur þáttur þar sem Tjörvi Schiöth fer yfir stöðuna á vígvellinum og fjallað er um ýmsa anga af þessu hræðilega stríði. Gestur þáttarins er Hilmar Þór Hilmarsson prófessor sem ræðir lokun sendiráðsins í Moskvu og stefnu íslenskra stjórnvalda en þó mest um efnahagslega stöðu Úkraínu og getu landsins til að rétta sig við.

Miðnætti í Kænugarði – Nató, Ítalía og Frakkland

Miðnætti í Kænugarði – Nató, Ítalía og Frakklandarrow_forward

S01 E021 — 7. apr 2022

Í þættinum Miðnætti í Kænugarði spyrjum við Friðrik Jónsson, formann BHM og fyrrum starfsmann Nató, um hvert sé plan Vesturveldanna, hver sé niðurstaðan sem stefnt er að. Þá færum við okkur til Ítalíu og ræðum við Ólaf Gíslason um umbreytingu stjórnmála þar og hvaða áhrif innrásin í Úkraínu kann að hafa á þau. Síðan segir Árni Snævarr blaðamaður okkur frá forsetakosningunum í Frakklandi og hruni stofnanastjórnmálanna þar.

Miðnætti í Kænugarði – Þvinganir, Svíþjóð og Frakkland

Miðnætti í Kænugarði – Þvinganir, Svíþjóð og Frakklandarrow_forward

S01 E020 — 6. apr 2022

Í þættinum Miðnætti í Kænugarði ræðum Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, um refsiaðgerðir Vesturlanda, en hann hefur kallað eftir harðari aðgerðum. Við heyrum í Arnari Bogasyni um umræðu í Svíþjóð um öryggismál og mögulega umsókn Svía um aðild að Nató. Hilmar Örn Hilmarsson prófessor kemur og reynir að meta áhrif af löngu stríði á Úkraínu, Rússland, Evrópu og heiminn. Hver er taktík Vesturveldanna? Þá förum við yfir stöðuna í frönsku forsetakosningunum.

Miðnætti í Kænugarði – Þvinganir, fjöldamorð og hungur

Miðnætti í Kænugarði – Þvinganir, fjöldamorð og hungurarrow_forward

S01 E019 — 5. apr 2022

Í þættinum Miðnætti í Kænugarði ræðum við fyrst um gagnsemi viðskiptaþvingana við Sigurð Jóhannesson forstöðumann Hagfræðistofnunnar, um hvort þær bíti nóg til að breyta stefnu þeirra stjórnvalda sem þeim er beint gegn. Valur Gunnarsson rithöfundur og Rússlandsfræðingur kemur til okkar og hjálpar okkur við að meta stöðuna. Og svo heyrum við frá Brynjólfi Þorvarðarsyni í Bahir Dar í Eþíópíu hvernig stríðið birtist fólki í þeirri deild jarðar.

Miðnætti í Kænugarði – Hörmungar, raunsæi og popúlismi

Miðnætti í Kænugarði – Hörmungar, raunsæi og popúlismiarrow_forward

S01 E018 — 4. apr 2022

Í þættinum Miðnætti í Kænugarði byrjum við á fréttum dagsins en ræðum síðan við Svein Rúnar Sigurðsson sem hefur margvísleg tengsl við Úkraínu og sem hefur tekið þátt í að byggja upp flóttamannaaðstoð í Reykjavík. Við ræðum hörmulegar fréttir frá Úkraínu en líka kærleiksríkar af samstöðu flóttafólksins.

Þorvaldur Logason heimspekingur hefur skrifað um raunsæis-stefnuna í alþjóðasamskiptum, sem hefur verið gagnrýnd harðlega. Við fáum að vita hvað kemur til.

Í lok þáttar förum við yfir kosningar í Ungverjalandi og Serbíu þar sem vinir Pútíns unnu sigra og kíkjum á stöðuna í ýmsum löndum.

Miðnætti í Kænugarði – Friður, sorg Rússlands og kenning um átök

Miðnætti í Kænugarði – Friður, sorg Rússlands og kenning um átökarrow_forward

S01 E017 — 30. mar 2022

Í þættinum Miðnætti í Kænugarði byrjum við á mögulegum friðarsamningum með Hilmari Þór Hilmarssyni prófessor á Akureyri en ræðum síðan við þær Natasha Stolyarova, Ekaterina Gribacheva og Victoria Bakshina um hrörnun Rússlands, þann myrka pytt sem það stóra land er sokkið í. Þá munum við einnig skoða stríðið í ljósi kenninga um alþjóðasamskipti.

Miðnætti í Kænugarði – Umsátur, NATÓ og Afríka

Miðnætti í Kænugarði – Umsátur, NATÓ og Afríkaarrow_forward

S01 E016 — 24. mar 2022

Í þættinum Miðnætti í Kænugarði byrjum við að heyra frá Óskar Hallgrímsson ljósmyndara sem er ásamt öðrum íbúum Kænugarðs undir umsátri rússneska hersins. Friðrik Jónsson formaður BHM og fyrrum starfsmaður Nató segir okkur frá leiðtogafundi samtakanna í dag. Þá förum við yfir atburði dagsins og segja frá pólitíkinni í Rússlandi, sem stundum virkar á mann eins og farsi en stundum sem andstyggilegur hryllingur. Í lokin hringjum við til Bahir Dar í Eþíópíu þar sem Brynjólfur Þorvarðarson segir okkur frá því hvernig stríðið lítur út frá horni Afríku.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí