Miðnætti í Kænugarði

Rætt við fólk með þekkingu og reynslu af ýmsum þáttum sem tengjast þessu stríði sem hefur áhrif víða og á margt. Fylgist með; stríðssögur fyrir svefninn.

Umsjón: Tjörvi Schiöth og Gunnar Smári Egilsson

Podcast expand_more Væntanlegur aftur á dagskrá

Þættir

Miðnætti í Kænugarði – Tékkland, hernaðarmál og heilaþvottur

Miðnætti í Kænugarði – Tékkland, hernaðarmál og heilaþvotturarrow_forward

S01 E015 — 23. mar 2022

Í kvöld höldum við áfram að ræða við Íslendinga búsetta erlendis, hvernig stríðið í Úkraínu birtist fólki í landinu. Ásgeir H Ingólfsson, búsettur í Prag mætir og ræðir ástandið frá sjónarhorni Tékka. Hann mun líka sýna okkur myndefni frá mótmælum sem hann sótti gegn innrás Rússlands.

Þar næst segir Karl Héðinn okkur frá sögu og þróun heilaþvottar (e. Coercive Persuasion). Hvernig stjórnvöld hafa í gegnum tíðina framleitt samþykki og þróað áróður sinn. Hvernig birtist þetta í Rússlandi í dag?

Í lokin mun Gunnar Hrafn Jónsson ræða við okkur um stöðu stríðsins, friðarviðræður og áhrif háþróaðra vopna á gang stríðsins.

Miðnætti í Kænugarði – Börn í stríði, mataröryggi og þjóðarréttur

Miðnætti í Kænugarði – Börn í stríði, mataröryggi og þjóðarrétturarrow_forward

S01 E014 — 21. mar 2022

Í þættinum Miðnætti í Kænugarði er rætt við Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra Unicef á Íslandi, um börn í stríði og á flótta. Við skoðun stöðu Vesturlanda og refsiaðgerðir í þeirra með Bjarna Má Magnússon prófessor í lögum, m.a. hvort þau þurfi að vera aðili að mögulegum friðarsamningum. Við ræðum líka við Ólaf Dýrmundsson búfræðing um fæðuöryggi. Þá förum við yfir atburði dagsins og skoðum umdeilt viðtal við Ólaf Ragnar í Silfrinu.

Miðnætti í Kænugarði – Bandaríkin, óttinn við Rússa og fjölskylda í stríði

Miðnætti í Kænugarði – Bandaríkin, óttinn við Rússa og fjölskylda í stríðiarrow_forward

S01 E013 — 20. mar 2022

Í þættinum Miðnætti í Kænugarði segir Reynir Þór Eggertsson, háskólakennari í Helsinki, okkur frá viðbrögðum Finna við innrás Pútíns í Úkraínu. Við ræðum við par sem stríðið hefur sannarlega haft áhrif á, úkraínskan og rússneskan mann sem búa saman í Reykjavík, Árni Valdason og Ingvar Andrésson. Þeir segja frá sjálfum sér, fjölskyldum sínum og löndum og ræða auk þess um veika stöðu samkynhneigðra í löndum. Þá heyrum við líka í Einari Gunnari Einarssyni leikara í New York sem segir frá hvernig rætt er um stríðið í þeirri borg.

Miðnætti í Kænugarði – Áróður, friðarsamningar og afstaða Kína

Miðnætti í Kænugarði – Áróður, friðarsamningar og afstaða Kínaarrow_forward

S01 E012 — 17. mar 2022

Í þættinum Miðnætti í Kænugarði ræðum við við Ekaterinu Gribacheva um áróður Pútíns í Rússlandi og hvernig mynd almenningur þar fær af stríðinu. Við ræðum við Hilmar Þór Hilmarsson um áhrif refsiaðgerða, mögulega friðarsamninga, enduruppbyggingu Úkraínu og efnahagslega stöðu Rússlands. Þá segir Ragnar Baldursson okkur frá því hvernig stríðið blasir við almenningi í Kína, en hann býr nú í Bejing. Við förum einnig yfir stöðuna í stríðinu og hverjar horfurnar eru, segjum líka sögu af einum ólígarka.

Miðnætti í Kænugarði – Afríka, peningar og útlendingar

Miðnætti í Kænugarði – Afríka, peningar og útlendingararrow_forward

S01 E011 — 16. mar 2022

Í þættinum Miðnætti í Kænugarði ræðum við um breytingar á fyrirhugaðar útlendingalöggjöfunni við Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur, listfræðing og aktívistar. Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur greinir áhrif stríðs og viðskiptaþvingana á efnahagskerfi heimsins. Þá segir Helena María Ólafsdóttir ráðgjafi hjá Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna í Mogadishu hvernig stríðið í Úkraínu lítur út séð frá Afríku. Við förum við yfir stöðuna í Úkraínu, áhrif viðskiptaþvingana á Rússa og umræðuna á Vesturlöndum.

Miðnætti í Kænugarði – Flóttafólk, ógn af Kína og Chernobyl

Miðnætti í Kænugarði – Flóttafólk, ógn af Kína og Chernobylarrow_forward

S01 E010 — 15. mar 2022

Í þættinum Miðnætti í Kænugarði heyrum við frá Páli Þórðarsyni í Ástralíu um hvernig stríðið í Úkraínu lítur út þaðan frá séð, en ógnin frá Kína er ætíð nálægt í þarlendum stjórnvöldum. Gunnar Þorri Pétursson þýddi Tsjernobyl-bænina eftir Svetlönu Aleksíevítsj og fékk þýðingarverðlaunin fyrir það verk. Hann kemur til okkar og segir okkur frá bókinni sem fléttast inn í sögu Úkraínu og Rússlands, frá höfundinum og kynnum sínum af löndunum. Við förum við yfir stöðuna í Úkraínu, áhrif viðskiptaþvingana á Rússa og umræðuna á Vesturlöndum.

Miðnætti í Kænugarði – Hráefni, ólígarkar og úkraínsk pólitík

Miðnætti í Kænugarði – Hráefni, ólígarkar og úkraínsk pólitíkarrow_forward

S01 E009 — 14. mar 2022

Í þættinum Miðnætti í Kænugarði ræðum við fyrst um hækkun á hrávöru, málmum og orku við Eld Ólafsson verkfræðing. Við förum við yfir stöðuna í Úkraínu, áhrif viðskiptaþvingana á Rússa og umræðuna á Vesturlöndum og segjum frá einum af ólígörkunum sem standa að baki Pútín. Megin efni þáttarins er viðtal við Val Gunnarsson um stjórnmálasögu Úkraínu frá hruni Sovét.

Miðnætti í Kænugarði – Mótmæli, Kína, sósíalismi í Rússlandi

Miðnætti í Kænugarði – Mótmæli, Kína, sósíalismi í Rússlandiarrow_forward

S01 E008 — 13. mar 2022

Í þættinum Miðnætti í Kænugarði ræðum við fyrst við Vladislav Golovnya, sósíalista í Rússlandi, um hvernig innrásin í Úkraínu horfir við honum og um hvert Rússland er að þróast. Þá kemur Helgi Steinar Gunnlaugsson alþjóðastjórnmálafræðingur og ræðir um afstöðu Kínverska stjórnvalda til innrásarinnar, viðskipti milli Kína og Rússlands og breytt valdahlutföll í heiminum. Anna Liebel frá Úkraínu um mótmælin hér í Reykjavík, hingaðkomu flóttafólks frá Úkraínu og horfur í hennar heimalandi. Auk þessa förum við yfir stöðuna í Úkraínu, áhrif viðskiptaþvingana á Rússa og umræðuna á Vesturlöndum.

Miðnætti í Kænugarði – Mannúð, flóttafólk, friðarhorfur

Miðnætti í Kænugarði – Mannúð, flóttafólk, friðarhorfurarrow_forward

S01 E007 — 10. mar 2022

Í þættinum Miðnætti í Kænugarði ræðum við um friðarhyggju við Gunnlaug Jónsson frjálshyggjumann og stöðu úkraínskt flóttafólks á Íslandi við Sveinn Rúnar Sigurðsson lækni, sem byggt hefur upp net hjálpar við fólk á flótta í Úkraínu og inn í íslenskt samfélag. Auk þessa förum við yfir stöðuna í Úkraínu, áhrif viðskiptaþvingana og umræðuna á Vesturlöndum.

Miðnætti í Kænugarði – Ólígarkar, gjöreyðing & friðarvon

Miðnætti í Kænugarði – Ólígarkar, gjöreyðing & friðarvonarrow_forward

S01 E006 — 9. mar 2022

Í þættinum Miðnætti í Kænugarði ræðum við unga úkraínska konu á Íslandi, Júlíu Rachenko, um hvernig stríðið og flóttinn birtist henni. Guðmundur Auðunsson segir frá ólígörkum í London og tök þeirra á Íhaldsflokknum. Stefán Pálsson segir frá hernaðarandstæðingum og þátttöku friðarhreyfinga í umræðunni. Í lokin kemur Jóhann Helgi Heiðdal og segir frá kjarnorkuvopnum, útbreiðslu þeirra og ógnina sem stafar af þeim. Auk þessa förum við yfir stöðuna í Úkraínu, áhrif viðskiptaþvingana á Rússa og umræðuna á Vesturlöndum.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí