Miðnætti í Kænugarði

Rætt við fólk með þekkingu og reynslu af ýmsum þáttum sem tengjast þessu stríði sem hefur áhrif víða og á margt. Fylgist með; stríðssögur fyrir svefninn.

Umsjón: Tjörvi Schiöth og Gunnar Smári Egilsson

Podcast expand_more Væntanlegur aftur á dagskrá

Þættir

Miðnætti í Kænugarði – Konur, stríð og friður

Miðnætti í Kænugarði – Konur, stríð og friðurarrow_forward

S01 E005 — 8. mar 2022

Í þættinum Miðnætti í Kænugarði ræðum við um áhrif stríðs á konur við Magneu Marinósdóttur alþjóðastjórnmálafræðing sem rannsakað hefur þann hrylling. Við tölum við Victoria Bakshina um hrörnun kvenréttinda í Rússlandi og þær ofsóknir sem femínistar þar verða fyrir. Síðan segir Kristín Ástgeirsdóttir okkur frá Friðarhreyfingu íslenskra kvenna, sem starfaði þegar kjarnorkuógnin þótti nálæg. Auk þessa förum við yfir stöðuna í Úkraínu, áhrif viðskiptaþvingana á Rússa og umræðuna á Vesturlöndum.

Miðnætti í Kænugarði – Fjármál, spilling, vinstrið og Nató

Miðnætti í Kænugarði – Fjármál, spilling, vinstrið og Natóarrow_forward

S01 E004 — 7. mar 2022

Í þættinum Miðnætti í Kænugarði ræðum við um efnahagslega stöðu Úkraínu við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor á Akureyri, við Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóra Transparency International Iceland um spillingu í Rússlandi og Úkraínu og við Rósa Björk Brynjólfsdóttir um stöðu vinstrisns, friðarsinna og andstæðinga Nató á tímum stríðsæsinga.

Miðnætti í Kænugarði – Umsátur, stríðsflótti, mótmæli

Miðnætti í Kænugarði – Umsátur, stríðsflótti, mótmæliarrow_forward

S01 E003 — 6. mar 2022

Miðnætti í Kænugarði kl. 10 í kvöld: Rætt við Óskar Hallgrímsson ljósmyndara í Kiev um ástandið í borginni, við Jasmina Vajzović Crnac um hörmungar stríðs og flótta, en hún fékk að reyna þetta sem barn, við Semu Erlu Serdar um viðtökur flóttafólks á Íslandi og Andrei Menshenin, rússnesk-íslenska blaðamann um mótmælin í Reykjavík. Auk þess verður farið yfir gang stríðsins.

Miðnætti í Kænugarði – Flugher, misnotkun, heimsveldi

Miðnætti í Kænugarði – Flugher, misnotkun, heimsveldiarrow_forward

S01 E002 — 3. mar 2022

Rætt er við Viðar Þorsteinsson um stríðið og áhrif þess að valdakerfi heimsins, Drífu Snædal um kjör úkraínskra farandverkamanna á Íslandi og um friðarhreyfingar og Gunnar Hrafn Jónsson um gang stríðsins og eyðingarafl nútímavopna.

Miðnætti í Kænugarði – Sjö dagar frá innrás: Stríð, þvinganir, falsvonir

Miðnætti í Kænugarði – Sjö dagar frá innrás: Stríð, þvinganir, falsvonirarrow_forward

S01 E001 — 2. mar 2022

Nýr þáttur á Samstöðinni í kvöld og næstu kvöld: Miðnætti í Kænugarði. Þátturinn er sendur út kl. 10 á íslenskum tíma þegar kl. er 12 í Úkraínu. Farið er yfir framgang innrásar rússneska hersins og rætt við Val Gunnarssonar um viðspyrnu Úkraínumanna og samstöðu þjóðarinnar. Einnig er rætt við Hrafnkel Tulinius um hvernig Rússar hafa staðist viðskiptaþvinganir frá innlimun Krím og Hilmar Þór Hilmarsson um hvort raunhæft sé að Úkraína geti gengið í Evrópusambandið.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí