Öryrkjaráðið

Ekkert um okkur án okkar

Öryrkjar um öryrkja frá öllum hliðum. Reynslusögur, fötlun og aðgengi. Baráttan fyrir bættum kjörum, kerfið, umræðan, fordómar, fátækt og lífsbarátta langveikra með ör-orku.

Umsjón: María Pétursdóttir

Upptökur
Öryrkjaráðið:

Öryrkjaráðið:arrow_forward

S01 E046 — 7. des 2020

Er skilyrðislaus innkoma framtíðin?

Öryrkjaráðið: Hvert er hlutverk rétindagæslumanna fatlaðs fólks?

Öryrkjaráðið: Hvert er hlutverk rétindagæslumanna fatlaðs fólks?arrow_forward

S01 E065 — 6. nóv 2020

Endursýning: María Pétursdóttir ræðir við Eirík Smith um starf hans og hlutverk sem réttindagæslumanns.

Öryrkjaráðið – Rangfærslur Bjarna Benediktssonar um málefni öryrkja

Öryrkjaráðið – Rangfærslur Bjarna Benediktssonar um málefni öryrkjaarrow_forward

S01 E064 — 2. nóv 2020

“Það er ekki hægt að lesa neitt annað út úr hans orðum heldur en beinlínis að hann sé að búa til andúð í garð þessa hóps sem síst skyldi” segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjarbandalags Íslands um Minnisblað Bjarna Benediktssonar sem hann lagði fyrir ríkisstjórnina á dögunum ásamt FB status sem innihélt heinar rangfærslur um kjör og fjölgun öryrkja. Þuríður Harpa og Bergþór Heimir Þórðarsson nýkjörinn varaformaður ÖBÍ voru gestir þáttarins.

Öryrkjaráðið – Nýr liðsmaður Öryrkjaráðsins

Öryrkjaráðið – Nýr liðsmaður Öryrkjaráðsinsarrow_forward

S01 E063 — 29. okt 2020

María Pétursdóttir og Margréti Lilja Arnheiðardóttir sem gengin er til liðs við Öryrkjaráðið rabba um daginn og veginn, stöðu Margrétar Lilju í dag og málefni öryrkja úr deiglunni.

Öryrkjaráðið – Heilsubrestur er ekki alltaf línulegt ástand

Öryrkjaráðið – Heilsubrestur er ekki alltaf línulegt ástandarrow_forward

S01 E062 — 28. okt 2020

Öryrkjaráðið ræddi við Helgu Óskarsdóttur ritstjóra Artzine myndlistatímarits, Multis og sjálfstætt starfandi vefhönnuð um hennar bjargráð í baráttunni við sinn sjúkdóm, virknina, fordómana og fleira.

Öryrkjaráðið: Gættu að hvað þú gerir! P-merkið!

Öryrkjaráðið: Gættu að hvað þú gerir! P-merkið!arrow_forward

S01 E061 — 26. okt 2020

Í alvöru! Í dag setti ég P-merki í bílinn minn, ekki af því að mér finnst það fyndið, ekki til að þykjast og ekki til að frekjast. Ég gerði það af því ég þarf á því að halda.” segir Hjördís Ýrr Skúladóttir í grein á Vísi þann 24. október s.l. María ræðir við Hjördísi um P-merkið, sjálfskipaða stæðaverði, sýnilega

Öryrkjaráðið: Aftur í nám og vinnu þrátt fyrir veikindin

Öryrkjaráðið: Aftur í nám og vinnu þrátt fyrir veikindinarrow_forward

S01 E060 — 21. okt 2020

„Ég var bara þakkát fyrir lífið og það var ekki verra en þetta” segir Lonný Björg Sigurbjörnsdóttir Hansen um það að verða örorkulífeyrisþegi vegna MS sjúkdóms í blóma lífsins. Lonný Björg fór aftur í nám þrátt fyrir veikindin og fór að vinna sem sjúkraliði og býr nú í Danmörku þaðan sem hún hefur stundað fjarnám í hjúkrunarfræði.

Öryrkjaráðið: Sóttvarnir

Öryrkjaráðið: Sóttvarnirarrow_forward

S01 E058 — 9. okt 2020

Bára Halldórsdótir ræðir við Guðrúnu Aspelund yfirlækni á sóttvarnarsviði hjá Embætti landlæknis um sóttvarnir.

Öryrkjaráðið – Hvað með barnið sem býr við skort?

Öryrkjaráðið – Hvað með barnið sem býr við skort?arrow_forward

S01 E057 — 7. okt 2020

María Pétursdóttir ræðir við Birnu Eik Benediktsdóttur um réttindi barna sem þurfa sérstakan stuðning innan kerfisins en búa við skort. Er til dæmis réttlætanlegt að krefja börn um peninga fyrir þjónustu og lyfjum?

Öryrkjaráðið: Föstudagsumræðan – Stefnuræður þingmanna

Öryrkjaráðið: Föstudagsumræðan – Stefnuræður þingmannaarrow_forward

S01 E056 — 2. okt 2020

María og Bára ræða um málefni dagsins, stefnuræður þingmanna og fleira.

Öryrkjaráðið – Emil Thóroddsen formaður málefnahóps um heilbrigðismál hjá ÖBÍ

Öryrkjaráðið – Emil Thóroddsen formaður málefnahóps um heilbrigðismál hjá ÖBÍarrow_forward

S01 E055 — 28. sep 2020

María Pétursdóttir ræðir við Emil Thórroddsen um þau mál sem málefnahópur ÖBÍ um heilbrigðismál er að fást við.

Öryrkjaráðið – Öryrkjasálin

Öryrkjaráðið – Öryrkjasálinarrow_forward

S01 E054 — 25. sep 2020

María og Bára gerðu fyrstu tilraun til að bjóða fólki að hringja inn í Öryrkjaráðið á Zoom í beinni útsendingu á Samstöðinni.

Öryrkjaráðið: Betlarar Íslands og flóttafólk

Öryrkjaráðið: Betlarar Íslands og flóttafólkarrow_forward

S01 E053 — 23. sep 2020

María og Bára ræða um málefnin í deiglunni, betlara Íslands, flóttafólk og fleira

Öryrkjaráðið: Föstudagsumræðan – Covid, kreppa og fólk á flótta

Öryrkjaráðið: Föstudagsumræðan – Covid, kreppa og fólk á flóttaarrow_forward

S01 E052 — 20. sep 2020

María og Bára ræða málefni líðandi stundar, grímunotkun almennings, kostnaðinn við fátækt, fólk á flótta og fleira.

Öryrkjaráðið – Hermann Óli Backman um lífið með Chrons sjúkdóminn

Öryrkjaráðið – Hermann Óli Backman um lífið með Chrons sjúkdóminnarrow_forward

S01 E051 — 14. sep 2020

Bára Halldórsdóttir ræðir við Hermann Óla Backman Hárgreiðslugúrú um lífið með Chrons sjúkdóminn og um kerfið og sjálfstæðan rekstur samhliða veikindum.

Öryrkjaráðið – Katrín, hversu lengi á fátækt fólk að bíða eftir réttlætinu?

Öryrkjaráðið – Katrín, hversu lengi á fátækt fólk að bíða eftir réttlætinu?arrow_forward

S01 E049 — 9. sep 2020

María Pétursdóttir ræðir við Þuríði Hörpu Sigurðardótttur fomann ÖBÍ um nýlega ályktun bandalagsins, Covid bylgju 2 og stöðu og kjör öryrkja í dag en í ályktuninni segir m.a. „…Ef kjör atvinnuleitenda eru talin slæm, er leitun að því lýsingarorði sem sameinar þá einangrun og fátækt sem einkennir líf öryrkjans. Katrín, hversu lengi á fátækt fólk að bíða eftir réttlætinu?“

Öryrkjaráðið – Þetta er hluti af mér

Öryrkjaráðið – Þetta er hluti af mérarrow_forward

S01 E048 — 7. sep 2020

Bára Halldórsdóttir ræðir við Halldór Auðar Svansson Notendafulltrúa hjá Geðheilsuteymi-Vestur um starf hans og reynslu af sínum andlegu veikindum og fjölskyldusögu.

Öryrkjaráðið – EAPN – PEPP – Fólk í fátækt

Öryrkjaráðið – EAPN – PEPP – Fólk í fátæktarrow_forward

S01 E047 — 4. sep 2020

Covid kreppan er að setja mark sitt á fólk og sérstaklega fólk sem var í fátækt fyrir. Ásta Þórdís Skjalddal og Helga Hákonardóttir frá PEPP samtökum fólks í fátækt ræða um kaffihús PEPPsins í Mjódd og stöðuna hjá fólki í fátækt, fötluðum og langveikum og þeirra sem nú hafa misst atvinnu sína.

Öryrkjaráðið – Er skilyrðalaus grunninnkoma framtíðin?

Öryrkjaráðið – Er skilyrðalaus grunninnkoma framtíðin?arrow_forward

S01 E046 — 31. ágú 2020

María Pétursdóttir ræðir við Hauk Arnþórsson stjórnsýslufræðing, Gerði Pálmadóttur hugverkahönnuð og baráttumanneskju fyrir GIFA (Grunninnkoma fyrir alla) og Bergþór Heimi Þórðarson formann kjarahóps ÖBÍ.

Öryrkjaráðið – Kvóti á mannréttindi

Öryrkjaráðið – Kvóti á mannréttindiarrow_forward

S01 E044 — 24. ágú 2020

María Pétursdóttir ræðir við Rúnar Björn Herrera Þorkellsson Formannr NPA miðstöðvarinnar og málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt líf um “Notendastýrða persónulega aðstoð (NPA)” og hvernig ríki og sveitarfélög kasta málaflokknum á milli sín eins og heitri kartöflu á meðan fólk dagar uppi á biðlistum. “Að það skuli vera eiginllegur kvóti á mannrétttindum…” segir Rúnar og líkir þessu við að það væri til dæmis kvóti á því hve margir mættu kjósa eða hversu mörg börn mættu ganga í skóla”.

Öryrkjaráðið – Rétta sagan og tengingar í lífinu

Öryrkjaráðið – Rétta sagan og tengingar í lífinuarrow_forward

S01 E031 — 29. jún 2020

Hrannar Jónsson forritari og fyrrum formaður Geðhjálpar segir okkur frá þeirri leið sem leiddi hann til bata eða hvernig hann fann „réttu“ söguna sína og tengingarnar í lífinu.

Öryrkjaráðið: Fötlun og list

Öryrkjaráðið: Fötlun og listarrow_forward

S01 E028 — 24. jún 2020

Bára Halldórsdóttir ræðir við Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur myndlistakonu um list og fötlun.

Öryrkjaráðið: Greiningar skipta máli en skilgeina okkur ekki

Öryrkjaráðið: Greiningar skipta máli en skilgeina okkur ekkiarrow_forward

S01 E026 — 19. jún 2020

Föstudagsrant með Maríu Pétursdóttur og Ingibjörgu Elsu Björnsdóttur. Ingibjörg var með ranga greiningu í áratugi en einhverfa og hennar fylgikvillar eru nú í deiglunni og margir að fá leiðréttar greiningar.

Öryrkjaráðið: Líf með geðklofa og bjargræði stjórnvalda

Öryrkjaráðið: Líf með geðklofa og bjargræði stjórnvaldaarrow_forward

S01 E027 — 15. jún 2020

“Það þýðir það að ef þú ert veik á Íslandi þá hefurðu ekkert á milli handanna, þú getur ekki leyft þér nokkurn skapaðan hlut. Þér er boðið uppá fátækt, eymd, sult og volæði. Þetta eru bjargræði stjórnvalda.” segir Ásdís Óladóttir skáld sem hefur bæði skrifað sig inn í birtuna og myrkrið í sínu bataferli. Ásdís segist hafa orðið veikari fyrstu árin við úrræðaleysið, og einangrunina sem fylgdi því að vera sett á örorku.

Öryrkjaráðið: Val um að búa í bílnum sinum eða hafa ekkert á milli handanna

Öryrkjaráðið: Val um að búa í bílnum sinum eða hafa ekkert á milli handannaarrow_forward

S01 E023 — 10. jún 2020

„Ég get allavegana kallað þetta mitt!“ segir Geirdís Hanna Kristjánsdóttir sem velur að búa í bílnum sínum eftir langvarandi baráttu við áföll, veikindi og fátækt.

Öryrkjaráðið: Tvöföld mismunun og umræðan um Black lives matter

Öryrkjaráðið: Tvöföld mismunun og umræðan um Black lives matterarrow_forward

S01 E022 — 8. jún 2020

“Ofbeldið hér er ekkert vægara, við erum bara færri og besta forvörnin er að fræðast” segir Steinunn Anna Radha ung íslensk kona sem sætt hefur grófu ofbeldi hér heima fyrir hörundslit sinn en Öryrkjaráðið ræddi við hana um hennar reynslu sem og upplifun af “Black lives matter” og ástandinu í Bandaríkjunum þessa dagana

Öryrkjaráðið: Föstudagsumræðan

Öryrkjaráðið: Föstudagsumræðanarrow_forward

S01 E021 — 5. jún 2020

María Pétursdóttir og Bára Halldórsdóttir ræða um greiningar, margfalda mismunun, dulda fordóma og sýnilega innan heilbrigðiskerfisins og fleira.

Öryrkjaráðið – Kvennabarátta meðal fatlaðra og langveikra kvenna

Öryrkjaráðið – Kvennabarátta meðal fatlaðra og langveikra kvennaarrow_forward

S01 E018 — 25. maí 2020

María Pétursdóttir ræðir við þær Guðbjörg Kristínu Eiríksdóttur og Salóme Mist Kristjánsdóttur úr kvennahreyfingu ÖBÍ.

Öryrkjaráðið: PEPP samtök fólks í fátækt

Öryrkjaráðið: PEPP samtök fólks í fátæktarrow_forward

S01 E003 — 1. apr 2020

Súsanna Finnbogadóttir og Hildur Oddsdóttir ræða um líf í fátækt, starfsemi PEPP og erfiðleikana við að ná endum saman á örorku.

Öryrkjaráðið: Öryrkjar ætla að vera sýnilegir.

Öryrkjaráðið: Öryrkjar ætla að vera sýnilegir.arrow_forward

S01 E001 — 30. mar 2020

Ásta Þórdís Skjalddal og María Pétursdóttir kynna sig til leiks og spjalla við þau Bergþór Heimi Þórðarson, Helgu Hákonardóttur og Auði Traustadóttur.

Öryrkjaráðið: Ætlaði ekki að vera öryrki

Öryrkjaráðið: Ætlaði ekki að vera öryrkiarrow_forward

S01 E002 — 1. mar 2020

Unnar Erlingsson ætlaði ekki að vera öryrki. Fannst hann alls ekki passa inn í staðalímyndina sem hann hafði af öryrkjum. Á taflborði lífsins fæddist hann nefnilega með hvítt, átti fyrstur leik. Hvar sem hann hafði verið, við nám, leik eða í starfi hefði hann upplifað sig sem hrók alls fagnaðar,

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí