Öryrkjaráðið

Ekkert um okkur án okkar

Öryrkjar um öryrkja frá öllum hliðum. Reynslusögur, fötlun og aðgengi. Baráttan fyrir bættum kjörum, kerfið, umræðan, fordómar, fátækt og lífsbarátta langveikra með ör-orku.

Umsjón: María Pétursdóttir

Upptökur

Þættir

Öryrkjaráðið:

Öryrkjaráðið:arrow_forward

S01 E046 — 7. des 2020

Er skilyrðislaus innkoma framtíðin?

Öryrkjaráðið: Hvert er hlutverk rétindagæslumanna fatlaðs fólks?

Öryrkjaráðið: Hvert er hlutverk rétindagæslumanna fatlaðs fólks?arrow_forward

S01 E065 — 6. nóv 2020

Endursýning: María Pétursdóttir ræðir við Eirík Smith um starf hans og hlutverk sem réttindagæslumanns.

Öryrkjaráðið – Rangfærslur Bjarna Benediktssonar um málefni öryrkja

Öryrkjaráðið – Rangfærslur Bjarna Benediktssonar um málefni öryrkjaarrow_forward

S01 E064 — 2. nóv 2020

“Það er ekki hægt að lesa neitt annað út úr hans orðum heldur en beinlínis að hann sé að búa til andúð í garð þessa hóps sem síst skyldi” segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjarbandalags Íslands um Minnisblað Bjarna Benediktssonar sem hann lagði fyrir ríkisstjórnina á dögunum ásamt FB status sem innihélt heinar rangfærslur um kjör og fjölgun öryrkja. Þuríður Harpa og Bergþór Heimir Þórðarsson nýkjörinn varaformaður ÖBÍ voru gestir þáttarins.

Öryrkjaráðið – Nýr liðsmaður Öryrkjaráðsins

Öryrkjaráðið – Nýr liðsmaður Öryrkjaráðsinsarrow_forward

S01 E063 — 29. okt 2020

María Pétursdóttir og Margréti Lilja Arnheiðardóttir sem gengin er til liðs við Öryrkjaráðið rabba um daginn og veginn, stöðu Margrétar Lilju í dag og málefni öryrkja úr deiglunni.

Öryrkjaráðið – Heilsubrestur er ekki alltaf línulegt ástand

Öryrkjaráðið – Heilsubrestur er ekki alltaf línulegt ástandarrow_forward

S01 E062 — 28. okt 2020

Öryrkjaráðið ræddi við Helgu Óskarsdóttur ritstjóra Artzine myndlistatímarits, Multis og sjálfstætt starfandi vefhönnuð um hennar bjargráð í baráttunni við sinn sjúkdóm, virknina, fordómana og fleira.

Öryrkjaráðið: Gættu að hvað þú gerir! P-merkið!

Öryrkjaráðið: Gættu að hvað þú gerir! P-merkið!arrow_forward

S01 E061 — 26. okt 2020

Í alvöru! Í dag setti ég P-merki í bílinn minn, ekki af því að mér finnst það fyndið, ekki til að þykjast og ekki til að frekjast. Ég gerði það af því ég þarf á því að halda.” segir Hjördís Ýrr Skúladóttir í grein á Vísi þann 24. október s.l. María ræðir við Hjördísi um P-merkið, sjálfskipaða stæðaverði, sýnilega

Öryrkjaráðið: Aftur í nám og vinnu þrátt fyrir veikindin

Öryrkjaráðið: Aftur í nám og vinnu þrátt fyrir veikindinarrow_forward

S01 E060 — 21. okt 2020

„Ég var bara þakkát fyrir lífið og það var ekki verra en þetta” segir Lonný Björg Sigurbjörnsdóttir Hansen um það að verða örorkulífeyrisþegi vegna MS sjúkdóms í blóma lífsins. Lonný Björg fór aftur í nám þrátt fyrir veikindin og fór að vinna sem sjúkraliði og býr nú í Danmörku þaðan sem hún hefur stundað fjarnám í hjúkrunarfræði.

Öryrkjaráðið: Sóttvarnir

Öryrkjaráðið: Sóttvarnirarrow_forward

S01 E058 — 9. okt 2020

Bára Halldórsdótir ræðir við Guðrúnu Aspelund yfirlækni á sóttvarnarsviði hjá Embætti landlæknis um sóttvarnir.

Öryrkjaráðið – Hvað með barnið sem býr við skort?

Öryrkjaráðið – Hvað með barnið sem býr við skort?arrow_forward

S01 E057 — 7. okt 2020

María Pétursdóttir ræðir við Birnu Eik Benediktsdóttur um réttindi barna sem þurfa sérstakan stuðning innan kerfisins en búa við skort. Er til dæmis réttlætanlegt að krefja börn um peninga fyrir þjónustu og lyfjum?

Öryrkjaráðið: Föstudagsumræðan – Stefnuræður þingmanna

Öryrkjaráðið: Föstudagsumræðan – Stefnuræður þingmannaarrow_forward

S01 E056 — 2. okt 2020

María og Bára ræða um málefni dagsins, stefnuræður þingmanna og fleira.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí