Sósíalískir femínistar

Rætt við fólk um málefni líðandi stundar í ljósi feminískrar baráttu sem er í grunninn barátta allra undirskipaðra hópa sem reyna að lifa af í kapítalísku feðraveldi fyrr og nú.

Umsjón: Sara Stef Hildardóttir og María Pétursdóttir.

Þættir

Fréttir úr feðraveldinu

Fréttir úr feðraveldinuarrow_forward

S01 E004 — 5. des 2023

  1. desember ´23
    Í þættinum ræða þær Sara Stef Hildardóttir og María Pétursdóttir um valdar fréttir úr feðraveldinu svo sem uppgang fasisma, rafmynt og jólabónus.
Fréttir úr feðraveldinu

Fréttir úr feðraveldinuarrow_forward

S01 E017 — 7. nóv 2023

Sara og María ræða fréttir úr feðraveldinu svo sem stríð og stjórnskipan í aldanna rás og kynna samnefndan þátt (Fréttir úr feðraveldinu) sem tekur við af þættinum Sósíalískir femínistar á þriðjudagskvöldum.

Ofbeldi gegn konum í stjórnmálum / Violence against women in politics.

Ofbeldi gegn konum í stjórnmálum / Violence against women in politics.arrow_forward

S01 E016 — 31. okt 2023

Mona Lena Krook Prófessor í stjórnmálafræði sem var með fyrirlestur á dögunum á vegum Kvennasögusafnsins kemur í heimsókn og segir frá rannsókn sinni um Ofbeldi gegn konum í stjórnmálum.

Nemar í Kvennaverkfall

Nemar í Kvennaverkfallarrow_forward

S01 E015 — 25. okt 2023

Ungar konur úr femínistahreyfingum framhaldsskólanna og Sambandi Íslenskra framhaldsskólanema velta fyrir sér kvennaverkfallinu og baráttunni með Söru og Maríu.

Áköf mæðrun og kröfur um kvenleika

Áköf mæðrun og kröfur um kvenleikaarrow_forward

S01 E014 — 17. okt 2023

Sunna Símonardóttir nýdoktor í félagsfræði ræðir rannsóknir sínar á foreldrahlutverkinu og sér í lagi móðurhlutverkinu, ákafa mæðrun út frá stéttagreiningu, lékskólamálin, viðhorf og kröfur dagsins í dag um kvenleikann.

Stefnumót um skaðaminnkun

Stefnumót um skaðaminnkunarrow_forward

S01 E013 — 9. okt 2023

Gestir kvöldsins eru Kristín I. Pálsdóttir, framkvæmdastýra og talskona Rótarinnar, sem er félag um velferð og lífsgæði kvenna, og Svala Jóhannesdóttir, fjölskyldufræðingur, faghandleiðari og formaður Matthildar, samtaka um skaðaminnkun. Við ræðum stöðum jaðarsettra kvenna og annarra undirskipaðra hópa en lítið sem ekkert regluverk er um þá starfsemi sem fólki er gert að nýta sér ef það stríðir við fíkn. Ekkert verndað neyslurými er heldur til staðar fyrir þau sem eru verst sett en eina neyslurýminu í boði, Ylju, var lokað í mars sl. Þá segja þær okkur frá ráðstefnu um skaðaminnkun sem haldin verður í Reykjavík á næstunni.

Kvennaverkfall 2023

Kvennaverkfall 2023arrow_forward

S01 E012 —

Sonja Þorbergsdóttir og Inga Auðbjörg K. Straumland koma og ræða um Kvennaverkfall 2023 sem þær skipuleggja og verður haldið þann 24. Október auk þess sem þær fara aftur í tímann og farið er yfir sögu verkfallsins og kvennabaráttunnar á Íslandi.Þátturinn Sósíalískir femínistar er í umsjón Söru Stef Hildardóttur og Maríu Pétursdóttur. Í þættinum ræða þær við fólk um málefni líðandi stundar í ljósi feminískrar baráttu en feminísk barátta er í grunninn barátta allra undirskipaðra hópa sem reyna að lifa af í kapítalísku feðraveldi fyrr og nú.

Barátta trans fólks!

Barátta trans fólks!arrow_forward

S01 E011 — 2. okt 2023

Gestir þáttarins eru Arna Magnea Danks og Halldóra Hafsteinsdóttir trans aðgerðasinnar en þær ræða baráttuna og mikilvægi hennar í sögulegu samhengi og bakslagið sem kynsegin og trans fólk stendur frammi fyrir í dag. Þátturinn Sósíalískir femínistar er í umsjón Söru Stef Hildardóttur og Maríu Pétursdóttur. Í þættinum ræða þær við fólk um málefni líðandi stundar í ljósi feminískrar baráttu en feminísk barátta er í grunninn barátta allra undirskipaðra hópa sem reyna að lifa af í kapítalísku feðraveldi fyrr og nú.

Hvað er málið með kvennabaráttuna?

Hvað er málið með kvennabaráttuna?arrow_forward

S01 E010 — 27. sep 2023

Kristín Ástgeirsdóttir, fyrrum framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, Kvennalistakona og Rauðsokka með meiru kom til að ræða stöðu kvennabaráttunnar fyrr og nú og hvað þarf til að missa ekki móðinn og halda áfram.

Lög um fóstureyðingar

Lög um fóstureyðingararrow_forward

S01 E009 —

Í þættinum ræðir María við Unni Birnu Karlsdóttur sagnfræðing um fóstureyðingalöggjöf en Unnur hélt erindi um ritgerð sína Fóstureyðingar á Íslandi: Íslensk fóstureyðingalöggjöf og áhrif kvennabaráttu hérlendis og erlendis á ákvæði laga um fóstureyðingar þann 7. september s.l í HÍ. Tilefnið var málþing um Rauðsokkuhreyfinguna, Á rauðum sokkum í hálfa öld.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí