Fyrrum þingmaður og skipstjóri stýrir sjónvarpsþætti um sjávarútvegsmál

Samstöðin 23. apr 2024

Grétar Mar Jónsson fyrrum sjómaður, skipstjóri og þingmaður er kominn í nýtt hlutverk sem þáttastjórnandi. Hann stýrir sjónvarpsþætti um sjávarútvegsmál sem hóf göngu sína á Samstöðinni í gær.

Meðal umfjöllunarefna verða fiskveiðar, vinnsla, hvalveiðar, fiskveiðistjórnunarkerfið, kostir og gallar. Fram kom í fyrsta þættinum sem ber heitið Sjávarútvegsspjallið að gallar kerfisins væru fleiri en kostirnir.

Tveir trillukarlar sóttu Grétar Mar heim og ræddu meðal annars strandveiðar, sem eru að hefjast. Fram kom að ef Bjarkey Olsen matvælaráðherra auki ekki heimild til strandveiða geti VG gleymt því að flokkurinn fái nokkur atkvæði í næstu þingkosningum.

Sjá fyrsta þáttinn hér:

Sjávarútvegsspjallið – Umræður um Sjávarútvegsmál og Strandveiðar – YouTube

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí