Nýr þáttur á Samstöðinni: Með á nótunum

Hlaðvarpsþáttur þeirra Natalie G. Gunnarsdóttur plötusnúðs og Óla Hjartar Ólafssonar kvikmyndagerðarmanns, Með á nótunum, er kominn á Samstöðina. Þátturinn verður sendur út klukkan ellefu í kvöld, á þriðjudagskvöldi, en er þetta efni sem flokkað yrði sem Late Late Night-Show í bandarísku sjónvarpi.

„Þetta er mikill fengur og mikil tíðindi að fá vinsælan og mótaðan hlaðvarpsþátt á dagskrá Samstöðvarinnar,“ segir Gunnar Smári Egilsson ritstjóri stöðvarinnar. „Ég segi ekki að þetta sé eins og Bogi Ágústsson færði sig yfir á Stöð 2, en í grenndinni.“

Með á nótunum er hispurslaust hjal milli tveggja vina, þar sem þau Natalie og Óli fara yfir fréttir af næturlífi, skemmtanalífi og alls kyns öðru lífi.

Á dagskrá Samstöðvarinnar í dag voru fimm þættir:

Reykjavíkurfréttir, sem ð þessu sinni fjallaði um húsnæði, hótel, leikskóla og einhverfu:

Fangaþátturinn Frelsið er yndislegt sem að þessu sinni fjallaðu um karla og fangelsi:

Rauður raunveruleiki, sem að þessu sinni fjallaði um kvennaverkföll, feminisma og stéttarbaráttu:

Rauða borðið, sem að þessu sinni fjallaði um Samfylkinguna, dánaraðstoð, starndeldi og leikritið um Fúsa:

Og síðan mun Með á nótunum verða á dagskrá seint í kvöld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí