Allt að 80 þúsund hafðar af eldri borgurum mánaðarlega – „Risa­stórt hags­muna­mál“

Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, segir að ellilífeyrisþegar á Íslandi séu í sumum tilvikum hlunnfarnir af íslenska ríkinu um allt að 80 þúsund krónur, og það í hverjum mánuði. Björn segir furðulegt hve litla athygli svo stórt hagsmunamál margra hefur vakið hingað til. Hann segir málið í raun einfalt, að í dag séu al­manna­trygg­ingar skert­ur ólög­lega um tugi þúsunda á mánuði, eft­ir skatta. Það sé ekki í samræmi við núgildandi lög og því eigi margir rétt á að fá tekjur sínar leiðréttar.

„Í stuttu máli er elli­líf­eyr­ir al­manna­trygg­inga skert­ur ólög­lega um allt að 80 þúsund krón­ur á mánuði, eft­ir skatta. Ef við setj­um ein­falt sam­an­b­urðardæmi upp í reikni­vél TR um ein­stak­ling með ann­ars veg­ar 400 þúsund krón­ur í at­vinnu­tekj­ur og hins veg­ar 400 þúsund krón­ur í tekj­ur frá líf­eyr­is­sjóði – þá fær sá sem er með at­vinnu­tekj­urn­ar sam­tals 757.861 kr. í tekj­ur frá TR og vegna at­vinnu. Ráðstöf­un­ar­tekj­ur sam­kvæmt reikni­vél eft­ir skatta og gjöld eru 563.950 kr,“ segir Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu.

Hann segir rétt að að taka fram að þetta dæmi sé eingöngu til þess að sýna fram á muninn á milli at­vinnu­tekna ann­ars veg­ar og tekna frá líf­eyr­is­sjóði hins veg­ar.  „“Hitt dæmið er þá ein­stak­ling­ur með 400 þúsund krón­ur í tekj­ur frá líf­eyr­is­sjóði – og sam­kvæmt reikni­vél TR er sá ein­stak­ling­ur með 629.722 kr. á mánuði, eða 484.478 kr. eft­ir skatta og gjöld. Heil­um 79.472 krón­um minni ráðstöf­un­ar­tekj­ur á mánuði bara af því að auka­tekj­urn­ar eru greiðslur úr líf­eyr­is­sjóði en ekki at­vinnu­tekj­ur,“ segir Björn.

Hann segir að núverandi fyrirkomulag stangast á við lög. „Ástæðan fyr­ir þessu er sér­stakt frí­tekju­mark at­vinnu­tekna elli­líf­eyr­isþega upp á 2,4 millj­ón­ir á ári – og sam­kvæmt lög­un­um á það að vera þannig að líf­eyr­is­sjóðsgreiðslur telj­ast ekki sem at­vinnu­tekj­ur. Gall­inn er að sam­kvæmt öll­um öðrum lög­um flokk­ast líf­eyr­is­sjóðsgreiðslur sem at­vinnu­tekj­ur. Af þeim er greidd­ur tekju­skatt­ur og allt sem því fylg­ir,“ segir Björn.

Hann bendir á að vissuelga sé undanþága fyrir ör­orku­líf­eyri. Það eigi ekki við um elli­líf­eyri. „Það sem er sér­stakt er að í lög­um um al­manna­trygg­ing­ar er sér­stak­lega tekið fram að greiðslur úr at­vinnu­tengd­um líf­eyr­is­sjóðum telj­ist ekki sem at­vinnu­tekj­ur. Það er sem sagt gerð und­an­tekn­ing frá al­mennu regl­unni um líf­eyr­is­sjóðsgreiðslur – að í skiln­ingi al­manna­trygg­ingalaga sé ekki hægt að flokka þær greiðslur sem at­vinnu­tekj­ur. En – og þetta er risa­stórt en. Þessi und­anþága er gerð fyr­ir ör­orku­líf­eyri en ekki fyr­ir elli­líf­eyri;“ segir Björn og bætir við lokum:

„Ég er bú­inn að vera að elta þetta mál uppi hjá hinum ýmsu stofn­un­um, ráðuneyt­um, nefnd­um og hvar sem ég kom orði að frá því fyr­ir síðustu kosn­ing­ar. Loks­ins fékkst hljóm­grunn­ur fyr­ir ábend­ing­um mín­um um þenn­an risa­stóra galla í fram­kvæmd al­manna­trygg­ingalaga hjá vel­ferðar­nefnd Alþing­is sem fékk minn­is­blað frá skrif­stofu Alþing­is hinn 26. apríl síðastliðinn þar sem það er af­drátt­ar­laust kveðið á um að lög­in séu óskýr hvað þetta varðar, eða eins og þar er sagt: „Því er nær­tækt að draga þá álykt­un á grund­velli orðskýr­ing­ar að til at­vinnu­tekna telj­ist greiðslur sem byggj­ast á því iðgjaldi sem ein­stak­ling­ur hef­ur greitt í líf­eyr­is­sjóð.“ Hér er um að ræða risa­stórt hags­muna­mál sem ein­hverra hluta vegna hef­ur ekki fengið jafn mikla at­hygli og mál af þess­ari stærðargráðu (hundraða millj­óna skerðing­ar á mánuði) ætti að fá.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí