Skellur í skapandi hugsun

Hæfni 15 ára nem­enda á Íslandi í skap­andi hugs­un er töluvert und­ir meðaltali OECD-ríkja. Drengir standa sig verr en stúlk­ur.

Þetta er meðal niðurstaðna úr könn­un PISA á skap­andi hugs­un sem birt­ar voru í vikunni.

Um er að ræða nýj­an val­kvæðan hluta PISA-könn­un­ar­inn­ar 2022 sem Ísland tók þátt í ásamt 63 öðrum þjóðum. Upplýsingarnar koma fram á vef Stjórnarráðsins.

Eftir frjálst fall í raungreinum og lestrarkunnáttu í könnunum Pisa bætast þessar niðurstöður ofan á fyrri áhyggjuefni. Skólakerfið virðist langt undir meðallagi hér á landi.

Fyrri kannanir hafa mælt að fullorðnir Íslendingar telji sig mjög skapandi í hugsun miðað við aðrar þjóðir. Niðurstaðan nú er skellur fyrir hugmyndir Íslendinga um sjálfa sig.

Á Íslandi telj­ast 72% nem­enda búa yfir grunn­hæfni PISA í skap­andi hugs­un.

Að meðaltali í OECD-ríkj­um er hlut­fallið 78% er kemur að grunnhæfni í skapandi hugsun.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí