„Sjálfstæðismenn eru hreinlega að búa til vandamál sem og lausnir á því“

Halldór Auðar Svansson, varaþingmaður Pírata og fyrrverandi borgarfulltrúi sama flokks, segir ekki hægt að bera nokkra virðingu fyrir fólki sem fer með völd sín líkt og Sjálfstæðiskonan Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Hann segir að útlendingastefna flokksins einkennist af því að búa til vandamál og „leysa þau“ svo.

„Ráðherrann vill koma samþykktum umsóknum um alþjóðlega vernd niður í 200-300 á ári. Í fyrra voru alls 412 umsóknir samþykktar. Fyrstu fimm mánuði þessa árs voru þær 135 – framreiknað yfir árið væru þær 324. Þetta er svona á svipuðu róli og það hefur verið undanfarin ár. Það eina sem hefur skorið sig úr og er vísvitandi notað til að búa til rugling er fólk frá Venesúela, sem var á tímabili boðið sérstaklega velkomið með viðbótarvernd,“ segir Halldór Auðar og vísar í fréttir þess efnis að Guðrún boði svokallað „lokað búsetuúrræði“ strax í haust. Halldór Auðar heldur áfram og skrifar:

„Sjálfstæðismenn eru hreinlega að búa til vandamál sem og lausnir á því, sennilega til að geta komið eftirá og bent á ‘árangur’ af því að þrengja að flóttafólki. Sumsé fyrst að afneita veruleikanum og svo viðurkenna hann þegar það er orðið hentugt. Það er ekki hægt að bera nokkra virðingu fyrir fólki sem fer svona með völd sín. Ekki nokkra. Sirka allt sem þau segja um þennan málaflokk er upplýsingaóreiða og rugl.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí