Almenningur hefur misst trú á íslamska lýðveldinu

Heimspólitíkin 27. sep 2022

„Það er ljóst að eitthvað verður undan að láta“, segir Kjartan Orri Þórsson aðjúnkt í Mausturlandafræðum við Háksóla Íslands. „Til að afstýra blóðbaði verðum við að vona að írönsk stjórnvöld sjái að sér og gefi eftir og að íranskar konur fái að njóta þeirra grundvallar mannréttinda að ákveða sjálfar hverju þær klæðast og hvað þær hylja.“

Kjartan segir að írönsk stjórnvöld hafa engu að síðar sýnt það í verki á síðustu árum og áratugum að klæðaburður kvenna sé grundvallaratriði í tilvist kerfisins. 

Kjartan Orri koma að Rauða borðinu til að ræða afleiðingar af andláti Mahsa Amini, sem lést í haldi lögreglu 16. september. Dauði hennar hefur komið af stað stórri öldu mótmæla í Íran. Kjartan Orri segir að mótmæli í landinu hafa að einhverju leiti verið árviss viðburður upp á síðkastið og margt sem hefur spilað inn í. Efnahagsástandið, vatnsskortur, viðskiptaþvinganir og ritskoðun hafa allt verið ástæður misstórra mótmæla í landinu. 

Kjartan Orri segir mmfang mótmælanna núna hafa verið nokkuð mikil og að mörgu leyti óvenjuleg.

Mótmælin hafa nefnilega að miklu leyti snúist um málefni kvenna í landinu. Mahsa Amini var handtekin sökum þess að klæðnaður hennar þótti ekki hæfa Íslamska lýðveldinu. Þar að segja höfuðslæðan, hijab, sem konum er skilt að klæðast samkvæmt landslögum í Íran, huldi ekki nægilega mikið af höfði Mahsa. Virðist lát hennar hafa orðið kornið sem fyllti mælinn og hafa mótmælendur þust út á göturnar og krafist frelsis fyrir konur landsins.

Hluti íranskra kvenna hafa barist á móti því að ákveðinn klæðnaður skuli vera lögbundin fyrir þær allt frá því að reglur þess að lútandi voru settar eftir byltinguna árið 1979. En það sem virðist einstakt við þessi tilteknu mótmæli sem eru að eiga sér stað núna, er að íranskir karlmenn eru að skila sér út í götu og styðja við kröfur kvennanna. 

Írönsk stjórnvöld hafa aftur á móti brugðist ókvæða við að sögn Kjartans Orra og barið niður mótmælin af hörku. Nokkrir tugir mótmælenda hafa fallið í átökum við lögreglu en myndskeið sem hafa ratað á Internetið hafa sýnt mótmælendur ráðast að lögregluþjónum og jafnvel taka yfir stjórnarbyggingar í einstaka borgum. Stjórnvöld hafa aftur á móti sett aukinn kraft í ritskoðun og hafa meðal annars slökkt algjörlega á internet tengingum landsmanna til þess að stöðva það að upplýsingar um mótmælin rata út, og til að gera skipulag mótmæla erfiðari. 

Kjartan Orri segir að erfitt sé að spá fyrir um hvernig þessi tiltekna mótmælaalda á eftir að enda. Eftir áratugalanga kúgun og ritskoðun, bæði í tíð Íslamska lýðveldisins og konunganna sem byltingin steypti af stóli, eru aðstæður í stjórnmálum slíkar að ekki er auðvelt að benda á hverjir gætu tekið við stjórnartaumunum væri Íslamska lýðveldinu komið frá. Enn sem komið er virðist mótmælaaldan ekki hafa náð til nægilegs fjölda fólks til að knýja fram breytingar.

Til dæmis sé talið að fleiri hafi tekið þátt í viðamiklum mótmælum sem áttu sér stað í landinu eftir að kjósendur voru þess fullvissir að brögð hefðu verið í tafli við talningu í forsetakosningunum 2009. Kjartan Orri segir að þau mótmæli hafi á endanum litlu. 

Hvað varðar umbætur innan Íslamska lýðveldisins segi Kjartan Orri að kjósendur hafi frá aldamótum kallað eftir því að kerfið taki breytingum og geri lífið í Íran auðveldara. Íhaldssamur armur kerfisins, með æðsta leiðtogann Ali Khamenei í fararbroddi, hefur hingað til tekist að mestu leyti að stöðva þær breytingar sem kjósendur hafa kallað eftir. Þar með hefur almenningur misst trúnna á lýðræðislegum stoðum lýðveldisins og trú á því að umbætur séu mögulegar ekki miklar. 

Þrátt fyrir að útlitið sé nokkuð svart segir Kjartan Orri að nokkrir ólíklegir aðilar hafi komið fram sem hafa lýst yfir stuðningi við það að breyta reglum um klæðaburð kvenna. Sem dæmi má nefna að landsliðsmenn í  karlalandsliði Írans í fótbolta hafa sett inn á samfélagsmiðla stuðningsyfirlýsingar við íranskar konur. Mahmoud Ahmadinejad, sem var forseti Íslamska lýðveldisins frá 2005-2013 hefur einnig gefið út yfirlýsingu um að þessum reglum eigi að breyta. 

Viðtalið við Kjartan Orra má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí