Fyrirtæki með kröfur á ríkið en vilja ekki að verkafólk geri það sama

Auðvaldið 29. sep 2022

Í morgun settu Samtök Iðnaðarins fram langan lista af kröfum á ríkisvaldið en í eftirmiðdaginn skammaði formaður Samtaka atvinnulífsins verkafólk fyrir akkúrat það sama.

Eins og fram kom í frétt Samstöðvarinnar var kröfulisti Samtaka iðnaðarins upp á 26 liði. Samtökin vildu lægri skatta, meiri styrki, minna eftirlit og allskonar.

Í ræðu sinni á fundi Samtaka atvinnulífsins sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður samtakanna, hafa áhyggjur af verkalýðshreyfingunni. „Við fylgjumst með átökum innan verkalýðshreyfingarinnar og orðræðu sem líkist mest því sem verst er á samfélagsmiðlunum,“ sagði Eyjólfur í ræðu sinni.

Og bætti svo við: „Kröfugerðir stéttarfélaganna hafa verið að koma fram og auk mikilla launahækkana er þar farið fram á breytingar á heilbrigðiskerfi þjóðarinnar, millifærslum ríkis og sveitarfélaga og fjármálastefnu ríkisins svo dæmi séu tekin. Þetta líkist meira því að forystumenn stéttarfélaganna vilji taka fram fyrir hendurnar á stjórnvöldum sem kjósendur velja í þing- og sveitarstjórnarkosningum en að gera kjarasamninga. En til þess hefur þetta fólk takmarkað umboð – hvort sem er í skjóli vinnulöggjafarinnar eða frá félagsmönnum sínum sem taka sjálfir þátt í kosningum til þings og sveitastjórna.“

Samkvæmt þessu gildir það sama ekki um eigendur fyrirtækja og starfsfólk þeirra. Annar hópurinn birtir langa lista af kröfum til að bæta eigin velferð og finnur að því að hinn hópurinn geri kröfur um réttlæti.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí