Ísland er dýrt eins og Sviss en launin eru miklu lægri

Okur 14. sep 2022

Í Evrópu eru Domino’s pizzur er lang dýrastar á Íslandi. Eina landið sem kemst nálægt Íslandi er Sviss, en þar er líka kaupmáttur miklu hærri.

Í Genf eru lágmarkslaun 23 frankar á tímann eða 3.352,25 íslenskar krónur miðað við gengi dagsins. Dagvinnustundir afgreiðslufólks hjá VR eru 167,94 stundir svo lágmarkslaunin í Genf jafngilda um 562.977 kr. mánaðarlaunum. Á Íslandi eru lágmarkslaun 368 þús. kr. launin í Genf eru 194 þús. kr. hærri eða 53%.

Láglaunamanneskjan í Genf borgar skatta til landsstjórnar og kantónu, í eftirlaunasjóði og tryggingar samtals 97.798 kr. svo eftir standa 465.179 kr. 

Láglaunamanneskjan í Reykjavík borgar skatta til ríkis og sveitarfélag, í lífeyrissjóð og til stéttarfélags samtals 74.487 kr. svo eftir standa 293.513 kr. 

Ráðstöfunartekjur láglaunamanneskjunnar í Genf eru 171.666 kr. hærri en láglaunamanneskjunnar í Reykjavík. Það gera 58%.

Ef láglaunamanneskjan í Genf keypti pepperoní-pizzu á Domino’s fyrir allan peninginn fengi hún 119 stórar pizzur. Láglaunamanneskjan í Reykjavík fengi 80 pizzur. Sú í Genf býr við 49% betri lífskjör en sú í Reykjavík.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí