Ísland er dýrt eins og Sviss en launin eru miklu lægri

Okur 14. sep 2022

Í Evrópu eru Domino’s pizzur er lang dýrastar á Íslandi. Eina landið sem kemst nálægt Íslandi er Sviss, en þar er líka kaupmáttur miklu hærri.

Í Genf eru lágmarkslaun 23 frankar á tímann eða 3.352,25 íslenskar krónur miðað við gengi dagsins. Dagvinnustundir afgreiðslufólks hjá VR eru 167,94 stundir svo lágmarkslaunin í Genf jafngilda um 562.977 kr. mánaðarlaunum. Á Íslandi eru lágmarkslaun 368 þús. kr. launin í Genf eru 194 þús. kr. hærri eða 53%.

Láglaunamanneskjan í Genf borgar skatta til landsstjórnar og kantónu, í eftirlaunasjóði og tryggingar samtals 97.798 kr. svo eftir standa 465.179 kr. 

Láglaunamanneskjan í Reykjavík borgar skatta til ríkis og sveitarfélag, í lífeyrissjóð og til stéttarfélags samtals 74.487 kr. svo eftir standa 293.513 kr. 

Ráðstöfunartekjur láglaunamanneskjunnar í Genf eru 171.666 kr. hærri en láglaunamanneskjunnar í Reykjavík. Það gera 58%.

Ef láglaunamanneskjan í Genf keypti pepperoní-pizzu á Domino’s fyrir allan peninginn fengi hún 119 stórar pizzur. Láglaunamanneskjan í Reykjavík fengi 80 pizzur. Sú í Genf býr við 49% betri lífskjör en sú í Reykjavík.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí