Selt ál fyrir 1422 milljarða en aldrei borgað tekjuskatt

Ríkisfjármál 22. sep 2022

Eitt af grófari dæmum um skattaflótta fyrirtækja á Íslandi er Alcoa Fjarðaál. Fyrirtækið hefur framleitt og selt ál fyrir meira en 10 milljarða dollara (1422 milljarðar króna) en aldrei borgað neinn tekjuskatt til íslenska ríkisins. Fyrirtæki með svona veltu og eðlilegt hagnaðarhlutfall myndi hafa borgað tugi milljarða í almannasjóði.

Alcoa Fjarðaál var stofnað 2003 en hóf framleiðslu 2007. Á uppbyggingartímanum safnaðist upp tap sem félagið getur nýtt til skattaafsláttar. En veigamesta ástæðan fyrir skattleysinu er að dótturfyrirtækið Alcoa Farðaál skuldar móðurfélaginu Alcoa miklar fúlgur fjár, og borgar háa vexti af þessari skuld. Hagur móðurfyrirtækisins af rekstrinum kemur því í gegnum vaxtatekjur fremur en arðgreiðslur af hagnaði. Ef móðurfélagið vildi taka arðinn út með þeim hætti myndi leggjast tekjuskattur á hærri hagnað. Með því að taka arðinn út sem vexti lækkar hagnaðurinn og þar með tekjuskatturinn.

Mörg ríki hafa stoppað svona skattaundanskot. Dómstólar hafa úrskurðað að dótturfélögin séu með of lágt eigið fé, að eðlilegt eiginfjárframlag móðurfélagsins hafi í reynd verið dulbúið sem lán í þeim tilgangi að lækka skattgreiðslur. Þannig var McDonalds í Frakklandi dæmt til að borga hærri skatta í máli sem Eva Joly, góðkunningi Íslendinga, rak.

En það er ekki bara svo að íslensk stjórnvöld hafi sætt sig við að Alcoa Fjarðaál borgi ekki skatta til ríkisins. Áður en félagið var stofnað samþykkti Alþingi lög sem kveða á um að félagið muni aldrei borga hærri tekjuskatt en 18%, sem var skattprósentan 2003.

Í lögunum segir að ef tekjuskattshlutfall á félög er lægra en 18% á þeim degi sem afhending raforku fer fram að fullu skal það hlutfall gilda um eigendurna. Verði tekjuskattshlutfallið hækkað að nýju skal það gilda um eigendurna en skal þó aldrei vera hærra en 18%.

Þetta merkir að Alcoa Fjarðaál myndi borga 18% tekjuskatt ef það borgaði einhvern tímann skatt þó skatthlutfall annarra félaga sé nú 20%. Og ef stjórnvöld ákveða að hækka tekjuskatt fyrirtækja mun það ekki gilda um Alcoa Fjarðaál. Félagið fékk samþykkt lög sem ver það til eilífðar gegn hækkun skatta.

Við ræddum við Hauk Viðar Alfreðsson, doktorsnema í skattahagfræði, við Rauða borðið um skattaflótta fyrirtækja og hvernig koma mætti í veg fyrir skaðann af honum. Það viðtal má sjá og heyra hér:

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí