Það þarf að styðja barnafjölskyldur

Börn 22. sep 2022

Góður leikskóli þarf af hafa fleira menntað fólk sem brennur fyrir starfinu, hann þarf að vera stærri og rúmbetri en skólarnir eru í dag og hann þarf að vera styttri. Við þurfum að stytta vinnuviku barna, sagði Guðrún Alda Harðardóttir leikskólafrömuður í samtali við Rauða borðið. Og samfélagið þarf að styðja betur barnafjölskyldur.

Guðrún vildi víkka út umræðuna um leikskólana. Það þyrfti að ná saman leikskólakennurum, foreldrum, sveitarfélögunum og ríkinu til að svara því hvernig við viljum hafa aðbúnað barna og barnafjölskyldna. Barnafjölskyldur nytu ekki nægilegs stuðnings.

Foreldrarnir þyrftu að vinna mikið, þeir skulda mikið og hefðu þunga framfærslu auk þess sem ekki væri tekið tillit til þess að þeir þyrftu að sinna börnum sínum. Í Svíþjóð gildir til dæmis sú regla að foreldrar barna allt að 12 ára gætu farið í hlutastarf. Þar væri algengt foreldrar væru báðir í 75% starfi til að geta verið meira með börnum sínum. Í Svíþjóð er fæðingarorlofið líka 18 mánuðir.

Guðrún lagði áherslu að það næðist samtal í samfélaginu um þessi mál, mætti jafnvel halda þjóðfund um hvert við vildum stefna. Vandi leikskólans í dag yrði ekki leystur með því að byggja meira og opna fleiri deildir til að mæta kröfum samfélagsins. Það yrði að leita leiða sem hentaði barnafjölskyldum og börnunum sérstaklega. Hluti af því væri öflugri leikskóli en það þyrfti líka að skoða fæðingarorlof, stuðning við barnafjölskyldur, sveigjanleika á vinnumarkaði, æskilegan vinnutíma barna og margt fleira.

Börnin eru það verðmætasta sem við eigum, segir Guðrún. Við ættum að kosta miklu til svo að þau fái gott atlæti. Og við verðum líka að styðja foreldrana. Það er stórt verkefni að vera foreldri og það er erfitt að sinna því ef fólk þarf að vinna langan vinnudag til að tryggja fjölskyldunni öryggi. Þá er hætt við að fólk gangi á nauðsynlega hvíld, félagslíf og hugar- og líkamsrækt.

Samtalið við Guðrúnu Öldu Harðardóttur má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí