Vill viðvörunarskilti á styttuna af barnaníðingnum: „Varist kirkjulegt æskulýðsstarf“


Það sem kemur líklega mest á óvart hvað varðar afhjúpun á séra Friðriki Friðrikssyni er að það komi nokkrum á óvart að maður sem stundaði kirkjulegt æskulýðsstarf hafi verið pervert sem káfaði á drengjum. Dæmin um perraskap slíkra manna eru svo mörg, bæði hér á landi og erlendis, að öruggast er að gera ráð fyrir því að slíkir menn séu níðingar.

En nú velta menn því fyrir sér hvað á að gera við styttuna af barnaníðingunum? Hún er á mjög áberandi stað í Reykjavík svo það er varla hægt að reyna að þegja málið í hel. Sumir vilja rífa hana en Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, kemur með nokkuð frumlega og ódýra lausn á Facebook. Hann skrifar:

„Ég er nú ekki mikill slaufari – en þessi höggmynd í Bakarabrekkunni er orðin nokkuð óþægileg. Kannski setja upp viðvörunarskilti? Og þá auðvitað líka við ,,Friðrikskapellu“ hjá Vali á Hlíðarenda … Til dæmis: Varist kirkjulegt æskulýðsstarf … ?“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí